þriðjudagur, júlí 20, 2004


Í dag er þriðjudagur... það stendur líka hér fyrir ofan held ég... Ohh.. ég er svo misheppnuð ! NOT ! Ég veit að ég er æði ! Og allir vinir mínir vita svo að þið hin megið halda kjafti :)

Fór til guðsblessuðu Skagastrandar á föstudaginn. Tilgangurinn var ættarmót (pabbamegin).
Héldum uppá 83 ára afmæli ömmu minnar, sem við skulum kalla G.A.G.Á.
Einnig fórum við í afar spennandi og uppfræðandi fjöruferð þar sem við fundum stein á leiðið hans afa Tóta. Ég smakkaði afar undarlegt íslenskt grænmeti sem heitir Skarfakál... hrein viðurstyggð en meinhollt skilst mér. Til að lýsa bragðinu á einhvern hátt.. þá langaði mig til að rífa tunguna úr hausnum á mér eftir að hafa bragðað á þessum djöflagróðri ..sem ég mun nú kalla "Laukbróðir" ....þarsem laukur er einmitt djöflagrænmeti.
Og eins og við er að búast þarsem fleiri en þrír Íslendingar koma saman í sveit er iðulega eitthvað innbyrt af áfengum myði...
Áfengi og Scrabble er ekki hot blanda.. allavega ekki fyrir SunnuBarnið (en systur pabba ældu því einmitt útúr sér í ferðinni að þær hafi kallað mig "Sunnubarnið" langt frameftir aldri... er eitthvað skrýtið að maður sé soldið spes).

Svo var kikt til Akureyrar....

Og vil ég þakka helvítis Bautanum fyrir að gefa mér kokteilsósu með gömlum frönskum í ! ÞVÍLÍKUR VIÐBJÓÐUR ! Og þjónustbeljan sem ætlaði að láta mig borga fyrir matinn má missa svefn næstu 7 vikur vegna martraða um mig og skyndibita ! I´ve got people watching you, bitch !

Annars er ég bara í sumarfríi og mun eyða því í almenna nefborun og afslöppun :)

..yfir & út..

(G.A.G.Á = Guðrún Anna Guðmunda Árnadóttir ..stórt nafn fyrir mikinn snilling)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home