sunnudagur, mars 30, 2008

Góðan & blessaðan Sunnudag

Við hjúin erum búin að eiga yndislega helgi.
Á föstudaginn var ég að vinna til hálftíu, og þegar ég kom heim biðu mín kertaljós, rauðvínsglas og pakki :-D
Við vitum öll að Sunnfríður elskar pakka, hehe.
Maðurinn minn sá fram á að ég myndi ekki sýna neitt frumkvæði varðandi ólýsanlegu vöðvabólguna sem ég þjáist af.... svo hann tók sig til og keypti gjafakort í nudd hjá Hár & Heilsu, 6 skipti takk fyrir góðan daginn ! ÚÚjjehhhh.

Það var erfitt að vakna á laugardaginn, þrátt fyrir afar skikkanlegan háttatíma. Kúr-factorinn er bara of sterkur stundum :-)
Það var gaman í vinnunni þennan laugardaginn, sem endranær. Ég fékk góða heimsókn frá nýja uppáhalds rauðhausnum mínum - henni Össu, hún færði mér dýrindis kaffibolla - sem hún reyndar hefur gert áður og alltaf er það jafn mikils metið. En koffín er fíkniefni ekki satt ?, ...er Assa þá dílerinn minn ? Ég man eftir and-dóp-herferð sem var einhvern tímann og slagorðið var : "Ef vinur þinn býður þér fíkniefni - þá er hann ekki vinur þinn !" .....Eeeeen Assa er nú samt góður vinur minn, ég fyrirgef henni að gera mig háða koffíni ;-) Svo hefur hún annan kost fyrir utan kaffiburð : hún er afar huguð þegar kemur að háralitun... ég er heigull hinsvegar, Það tekur mig ca. ár að melta breytingarhugmyndir varðandi hárið á mér. Og þessi melta endar yfirleitt með því að ég breyti engu. Þá slæ ég um mig með orðatiltækinu "Afhverju laga eitthvað sem ekki er bilað ?" .......en innst inni dauðlangar mig í tilbreytingu :-)

Í gærkvöldi smelltum við Árni okkur í sveitina og létum renna í pottinn. Það er yndislegt að láta stressið líða úr sér á þann hátt - og extra yndislegt þegar það er þétt snjókoma. Já krakkar - það er allt á kafi í snjó á Akureyri.
Ég vil meina að þetta sé síðasti skammturinn, ....eftir þetta fer að vora. *krossarfingur*

ahh.. góð helgi. Og meiraðsegja ennþá smá eftir af henni.

-Sunna.

3 Comments:

Blogger Jón Sindri said...

Kettlingar innihalda mjög mikið af steinefnum og vítamínum sem líkaminn þarfnast.
Við ættum kannski að opna bissniss í kolaportinu. Hann yrði bara við hliðin á harðfiskssölunni þinni og ég myndi bara sjá um hann.
Pælum aðeins í þessu.

8:12 e.h.  
Blogger alfa said...

Knúúúús... ;*

Þið eruð æði pæði hjónakorn.

3:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska þig líka.....talandi um díler maður..uuuu ert þú minn díler..kjóla díler múahhahhah þú&ég 4 ever skiluru!!!!

5:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home