sunnudagur, september 14, 2008

Hryðjuverk á Gránufélagsgötu !





Þetta var svar Jóns Sindra við glósunum sem ég sendi honum í gær.
Þannig er mál með vexti að í fyrsta ritunarverkefninu okkar í þýsku þurfti eðlilega að nota hinn yndislega staf eszett.
Jón Sindri kaus að nota ekki þennan fallega bókstaf í verkefninu, og sá ég mig þá knúna til að senda honum glósur. Honum til hjálpar að sjálfsögðu.
Glósurnar innihéldu eitt word-skjal, á því var margumtalaður bókstafur í stærð 500.

Mjög eðlileg hjálpsemi finnst mér ;-)

En það er augljóst að hann var ekki sama sinnis og greip því til hryðjuverka.
Dapurleg þróun.

...........En hvað ég hló mikið þegar ég leit útum gluggann í morgun !
Svo skyldi þessi elska nú reyndar eftir ruslapoka fyrir blöðin :



Takk fyrir góðan djók "litli bró",
-Sunna syz.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

AHH ! Við erum snillingar.

Glósurnar þínar voru AWESOME og svo fannst mér gaman að "hefna" mín.

Ég var reyndar alveg viss um að náttúran hefði klúðrað þessu þar sem það byrjaði að rigna þvííílíkt um leið og ég kláraði. En gott að vita að eitthvað af þessu hélst á og endaði ekki einhversstaðar útum allt :-D

1:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home