þriðjudagur, maí 30, 2006

...aaahhh.... AIRPORT ! :-D

....er í vinnunni, stuð stuð stuð. Steindi klámhundur að fara á kostum.

...annars var ég að spá.. : Ætli allra fyrsta Focker 50 vélin hafi verið kölluð "the Mother Focker" ...??? ...bara pæling.

Árni og pabbi hans eru að fara á eftir að kaupa meira parket.... það er svo faaaaaallegt... OMG ! Breið borð, passa rosalega vel inn í gamla húsið okkar. Pabbi hans er búinn að vera ekkert smá góður að hjálpa okkur. Hörkutól, gamli kallinn :-)
Allt að verða svaka fínt hjá okkur... Samt pínu skrýtið að vera flutt.. Þetta tekur bara tíma.
Frosti er alveg að fíla nýja umhverfið, búinn að eignast fullt af vinum ... án gríns, það er einsog kettirnir á Akureyri sláist ekki... nudda sér bara uppvið hvorn annan og halda leynilega fundi í rjóðrum hér og þar.

Á morgun er ég í fríi, Árni líka. Ætlum að fara að skoða sófaborð, kaupa fleiri handklæði og þvottapoka og svona. Maður þarf víst að baða sig, ...meiraðsegja á Akureyri :-)

..svo er ég eitthvað að láta mig dreyma um að nenna að fara að hreyfa mig meira... Þarf að finna mér einhverja góða göngu leið. Taka könnunarleiðangur um nýja hverfið mitt. Það er líka komin svo glimmrandi fín blíða hérna hjá okkur :-)

...farin að vinna... ciao ciao
-Sunna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

VEIHEI!! gaman að geta lesið um hvað þið eruð að bralla þarna fyrir norðan! ég get ekki beðið eftir að koma og sjá hvað það er fínt hjá ykkur, og já allir biðja að heilsa, kisi biður líka að heilsa Frosta ;) (hann er alveg búinn að taka við af honum og er alvarlega að spá í að flytja til ömmu og við erum alltaf að ná í hann þarna niður núna, þar sem hann situr og sleikir útum, ný búinn að borða grillaðan kjúkling eða eitthvað svakalegt gúmmelaði :) Vertu svo dugleg að blogga svo maður viti eitthvað hvað er að gerast!

10:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home