föstudagur, október 24, 2008

Góðan dag :)

Kellingin er mætt aftur í vinnuna eftir gott frí. Kom beint í kreisí-dag. Tvær þotur á stæði vegna ófærðar til KEF í nótt, Fokker og ...Fokker og Twin Otter... ég veit ekki hvað og hvað ! Stuð á stóru heimili.
Þetta þótti blaðasnápum og fréttadömum hið merkilegasta mál, og gefur hér að líta frétt á mbl þarsem meiraðsegja sést í örþreytt trýnið á mér ----> frétt frétt frétt....

Það hefur nú svosem ekki margt drifið á daga mína, nema smá lærdómur, kisukúr (Árni var á Grænlandi) og fáeinar ferðir í höfuðborgina.
Aðalfréttin verður að teljast sú að litla systir og hennar fíni fýr eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um tveimur vikum síðan, lítinn strák, og ÉG ER SJÚK Í HANN :-D Hann er óskaplega fallegur og ég er strax farin að telja niður í að þau fari að senda hann norður til frænku sinnar á siglinganámskeið. Hahaha ;-) Svona er maður sorglegur.

Eigið góða helgi elskurnar,
p.s. ég er að leita mér að saumavél.

-Sunnfríður.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

komment...leidilegt ad blogga ef thad sé enginn sem kommentar ;) ég kíki allavega hingad a hverjum degi i von um eitthvad nytt og er viss umad eg er ekki ein um thad! Venlig hilsen, móðir Helena.

12:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ og til hamingju með litlu systir og litla frænda og Helena!, þar sem þú lest þetta örugglega á undan Sunnu, þá óska ég þér hér með hjartanlega til hamingju með prinsinn og nú þarf bara að smita stóru siz bara aðeins meira...en mér heyrist nú samt að það þurfi ekki mikið meira til..hehe
kv. Margrét

9:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha - fyndin margrét :-) ...já, ég þarf smá meira smit. Hehehe. Svo fer ég aaaalveg rétt bráðum að blogga.

-Sunna.

8:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home