Aðventan nálgast :-D
Það er alltaf yndislegur tími.
Ég er nú mikið jólabarn - en í ár ætla ég að njóta jólanna og undirbúningsins EXTRA vel ! Og vera alveg óþolandi við fólk :-D Syngjandi jólalög, bryðjandi piparkökur og skreyta mig með slaufum og krulluborðum ! Hahaha.
Svo er ég með uppástungu :
Að allir sem skráðir eru á facebook taki sér allavega 5 klukkutíma í desember (sem þeir annars hefðu eytt á fésbókinni blessaðri) og geri eitthvað annað ! T.d. Lesi góða og uppbyggilega bók, ..fyrir sjálfan sig eða upphátt fyrir aðra. Fari í heimsókn til einhvers sem þeir sakna. Risti möndlur og gefi gangandi vegfarendum.... Það er endalaust hægt að láta sér detta eitthvað fallegt og sniðugt í hug ! :-)
Og annað : Í ár finnst mér að allir eigi að senda bara jólakort - ekki vera að kaupa pakka handa öllum í fjölskyldunni.
Þar hafiði það.
Knús til ykkar allra.
-S.
Það er alltaf yndislegur tími.
Ég er nú mikið jólabarn - en í ár ætla ég að njóta jólanna og undirbúningsins EXTRA vel ! Og vera alveg óþolandi við fólk :-D Syngjandi jólalög, bryðjandi piparkökur og skreyta mig með slaufum og krulluborðum ! Hahaha.
Svo er ég með uppástungu :
Að allir sem skráðir eru á facebook taki sér allavega 5 klukkutíma í desember (sem þeir annars hefðu eytt á fésbókinni blessaðri) og geri eitthvað annað ! T.d. Lesi góða og uppbyggilega bók, ..fyrir sjálfan sig eða upphátt fyrir aðra. Fari í heimsókn til einhvers sem þeir sakna. Risti möndlur og gefi gangandi vegfarendum.... Það er endalaust hægt að láta sér detta eitthvað fallegt og sniðugt í hug ! :-)
Og annað : Í ár finnst mér að allir eigi að senda bara jólakort - ekki vera að kaupa pakka handa öllum í fjölskyldunni.
Þar hafiði það.
Knús til ykkar allra.
-S.
3 Comments:
Fallegur jólaboðskapur hjá þér Sunna mín, hjartanlega sammála :) Þessi mynd er alltaf jafn mikil snillllld !!! :D
Ég er búinn að vera að undirbúa mig EXTRA vel. Ég byrjaði að raula jólalögin í júlí :-D
Ég skal lofa að vera duglegur að lesa bækur í desember :-)
sammála!!!!! Mér finnst að það ætti að gera þjóðarsáttmála um þetta! Í ár verða jòlakort, àst og hlýja undir trènu ;) HG
Skrifa ummæli
<< Home