föstudagur, desember 19, 2008

Já það styttist !

Brátt þurfa börn, lítil og stór, ekki að bíða lengur. Jólin eru handan við hornið. Er það ekki dásamlegt ?

Nú er ég nýkomin að sunnan. Var þar í eina nótt, í góðu yfirlæti í Bláskógunum ljúfu. Við mæðgur bökuðum einsog vindurinn : piparkökur og súkkulaðibitakökur OG steiktum laufabrauð með afar listrænum útskurði. .....fúnkiiiis.....

Ég kom heim klyfjuð af góðgæti, OG ég fékk jóla-og áramótaföt :-D OOOOOG fulla ferðatösku af pökkum ! ussss.... Rosalegt.
Þess ber einnig að geta að ég náði öllum prófunum, og ætla svo að klára einkaflugmannsprófin fljótlega eftir áramót ! Ójá.

Í hannyrða-jóladagatalinu mínu í dag, var þessi fallega mynd, aldeilis kósý :



Jólaknús,
-Sunna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohh yndislegir tímar, ég hlakka líka svooo til jólanna:-) hafið það gott skötuhjú yfir hátíðirnar og við sjáumst kannski á milli jóla og nýrárs því þá ætlum við fjölskyldan að kíkja á norðurlandið:-)
Þú skilar kveðjur til Árna..

kv. Dröfn

4:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home