þriðjudagur, mars 27, 2007

Jaaaááá, Góðan daginn !

Hér kemur smá frásögn af helginni :

Föstudagur:

Komst sem betur fer suður.. allt búið að vera ófært og í seinkunum. En komst auðvitað aðallega því mammslan mín veitti mér ferðastyrk :-) Sat frammí (gott að æfa sig *blikk*), elska að sitja frammí !
Mamma og Helena sóttu mig á flugvöllinn og við keyrðum beint upp í Breiðholt, því þar beið Kristjana systir með litlu börnin. Ég var ekki búin að sjá hana í 2 ár !!!! Og það var auðvitað alveg frábært að fá að knúsa hana og litlu ungana aðeins :-)
Mamms skutlaði mér svo í Langagerðið, Berglind hans Friðriks bauð mér í mat. Og jemundur minn... kjúklingabringurnar bráááðnuðu í munninum og sætu kartöflurnar með "döðlutwistinu" slógu í gegn ! NAMMMMM !!!

Svo var Berglind auðvitað búin að plana "surprise" (hún er öll í því)... og við fórum í leikhús - nánar tiltekið Hafnarfjarðarleikhúsið. Þar er verið að sýna verkið "Draumalandið". Mikil snilld þarna á ferð, ...en snilldin lagðist misvel í áhorfendur. Einn kall sá sig knúinn til að spyrja leikarana í miðri sýningu hvort þeir væru á vegum "Sólar í Straumi" ....honum þótti þetta frekar mikill áróður.
Kallgreyið - greinilega ekki búinn að lesa bókina hans Andra Snæs... og hafði ekki hugmynd um á hvaða sýningu hann var að fara. Eeeeen hann komst allavega í fréttirnar og á bloggið mitt svo að ekki er allt með öllu illt :-) heheh...

Eftir sýninguna stakk Berglind "sweet-tooth" uppá að við fengjum okkur ís á Hagamelnum.... Hinn rómaða "gamla ís". Fengum okkur riiiiisa bragðaref og tókum hann með heim - því heima biðu okkar 6 seríur af Sex And The City ;-)
Kósýkvöld ársins ! Takk Bebbz :-*

Laugardagur:

Við sváfum út - einsog sönnun purrkum sæmir.
Berglind bjó til MEGA RISA JÖMMÍ safa með flottu safapressunni sinni. Og svo skelltum við okkur í bæjinn. Kíktum í Gyllta Köttinn og ég fékk gróðahugmynd - úlista hana nánar síðar.
Svo var kominn tími til að hafa sig til... Það var systrahittingur hjá mömmu. Lambalæri og tilheyrandi - mömmumatur alltaf svo góður ! Nammmmmmm....
Það sárvantaði reyndar Helenu syz, en hún var uppí sumó að efla andann með lærdómi. Dúleg steppa !

Það var étið og drukkið og kjaftað frammá rauða nótt. Óóóóótrúlega gaman !!!
Ég, Berglind og Anna Þóra skelltum okkur svo í bæjinn. Kíktum á Ólíver... en sáum ekki Jude Law. Held að hann sé hundleiðinlegur hvort eð er ;-)

Sunnudagur:

.....myyyyygl !!!
Ég og Berglind kíktum til mömmu og fengum þar súkkulaðiköku. Hún var keypt í tilefni að því að Kristjana systir varð amma um nóttina :-D Hennar elsta afkvæmi, Helgi Steinn, eignaðist dóttir.
......ég er semsagt orðin ömmusystir ! Bara gaman að því ! Thíhíhí...

Ooooog svo flaug ég heim til Höfuðstaðar Norðurlands. Alltaf gott að koma í faðminn hans Árna :-)

(set inn myndir fljótlega...)

Eigið góðan dag.
-Sunna.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

guð - ég varð bara þreytt á því að lesa þessa lýsingu.. ekkert smá mikið að gera!!

kiss kiss
Frú Inga Birna

1:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þessir eru sko með brjóstin í lagi...
http://www.youtube.com/watch?v=pv5zWaTEVkI

Djúsarinn

2:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ommusystir!? Jeminn eini thetta er rosalegur titill! En fostudagskvoldid ykkar hljomar alveg hreint YNDISLEGA.. mig langar i svolleis thegar eg kem heim... leikfelag akureyrar og Brynja...;) ertu til?;)

12:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að þú skemmtir þér vel í Reykjavík sykurplóman mín.

12:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home