þriðjudagur, mars 13, 2007

Ég er í fýlu við umheiminn !

Er helvítis veik og ég þoli það ekki !!!! Þarf að húka inni og vera með ljótuna á háu stigi. Viðbjóður.

Það er yndislegt veður úti.. YNDISLEGT !
Ég gæti verið í vinnunni að tala við skemmtilegu kallana mína þar, og hlaupið af og til útá ramp og horft til fjalla rétt áður en ég labba aftur inn í flugstöð... dregið djúpt andann og hugsað : "Aaahhh... það er stutt í sumarið !" ...brosað með sjálfri mér, innilega, því það er jú á svona dögum sem lífið er bara eitthvað svo óútskýranlega gott, þrátt fyrir allt.

En neeeeeei, ég þurfti að ná mér í þúsundustu pestina Á ÞESSU ÁRI og ligg þar af leiðandi í rúminu. Stuð stuð stuð !
Greiniði reiði ??

..................að öðru :

Veit einhver um reiðhjól sem ég gæti keypt ? Þarf ekki að vera fallegt.. bara nothæft og ég nenni ekki að þurfa að láta gera við það.
Ég er búin að bíta í mig að ég VERÐ að eignast reiðhjól.
Sá sem reddar þessu fær verðlaun.

Yfir og út,

-Kafteinn Baktería.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er til fullt af svona reiðhjólum í svona reiðhjólabúðum...til dæmis markinu og erninum hér í reykjavík ;)

9:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ji, ég hélt að maður væri alltaf svo hress í sveitinni!
Farðu og fáðu þér Brynjuís elskan - það lagar allt.
Láttu þér batna og knús
Inga Birna

10:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé blátt reiðhljól....lásinn er ..inn út inn inn út....

5:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

aeji greyid mitt.. lattu ther nu barna sem fyrst svo thu getir notid vorsins i botn. Knus og kossar
Gunnsa

7:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Aumingja stelpan, ég sendi þér Flóru nætur kveðjur alla leið til "Akureyris" frá Kjaló og vona að þér fari að batna. Koss og knús Ásdís fræ

9:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kapteinn baktería örvæntu ekki. Ég er alveg æst í að fá mér reiðhjól og þar sem ég mun fljótlega deila Akureyrarbyggð með fröken flensu finnst mér tilvalið að við skellum okkur bara á ódýrt reiðhjól úr Hagkaup, það er þá alla vega ekki ryðgað og þú þarft ekki að gera við það. Svo skellum við okkur í hjólreiðatúra í sumar og gleypum í okkur fjallaloftið og verðum brúnar og sætar í leiðinni (erum samt alltaf sætar, líka með flensu fannst það þurfa að koma fram).
Og þar sem ég veit að þér er batnað af flensunni þegar ég skrifa þetta comment þá segið ég bara: Velkomin til lífsins hunangsblómið mitt.

9:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á er sama sem Ásta!

9:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home