þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Aaahhh....

Voðalega var nú gaman að koma til Reykjavíkur. Hitta famelíuna, rúnta á Laugaveginum og fara í Ikea og svona ;-)
Berglind hans brósa míns var snillingur og lánaði mér bílinn sinn. Það gerði veru mína í borginni auðvitað margfalt þægilegri.

Landsþingið var líka skemmtilegt - það sem ég sá af því. Ótrúlegt hvað það eru margir rauðhærðir í Vinstri Grænum ! Já ! Ég tók alveg sérstaklega eftir því. Setningarræðan hans Steingríms var alveg frábær. Maðurinn er náttúrulega eldklár og bráðfyndinn.
Ég verð þó að segja að ég er ekki sammála honum og fleirum í flokknum, í sambandi við klámráðstefnuna ÓGURLEGU :-)
Kannski er það af því ég er ekki femínisti heldur jafnréttismanneskja ? Ég hef t.d. ekki heyrt einu orði minnst á alla "aumingja" karlmennina sem er "neyddir" til að leika í klámmyndum. Bara talað um að þetta sé niðrandi fyrir konur... Isss, segji ég, flestar þessar skækjur velja þetta sjálfar. Leggjast meiraðsegja undir hnífinn til að eiga meiri möguelika á að FÁ að leika í einni blárri.
Ég er ekki að sveipa þennan bransa neinum dýrðarljóma eða segja að hann sé sakleysislegur. Það leynast auðvitað rotin epli í mörgum ávaxtakörfum. Fólk er meiraðsegja misnotað við framleiðslu á strigaskóm. Er barnaþrælkun ekki ólögleg á íslandi ?
Yfirvöld hljóta því að verða að meina forsvarsmönnum Nike að heimsækja landið ! :-)

Maður getur auðvitað ekki verið sammála öllu sem flokkurinn manns segir - enda ekki gott að trúa í blindni og skoða ekki hlutina gagnrýnum augum.

Eeeen að öðru.
Frændi hans Árna í Slóveníu, hann Matjaz, var að fá sér hvolp. Hann bað um hjálp við að finna nafn fyrir dýrið - sem er tík.
Nafnið má vera íslenskt, en þarf auðvitað vera þægilegt í framburði :-)

Hugmyndir ?



Takk og bless,
-Sunna.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Figo?? Lappi?? Gubbi?

6:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Harpa er gífurlega fallegt nafn...hef ekki lent í því enn að útlendingar geti ekki sagt það. Svo væri reyndar FÁRÁNLEGA fyndið að koma með nöfn eins og Typpi eða Limur og segja að þau séu algeng hundanöfn á Íslandi ;)
Hvað með pervert?
Ahahah...æji, þú fyrirgefur...ég er í prófum.

6:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er rauðhærð en ekki vinstri græn.... en ég er samt sæt eins og þú veist;)
En með klámið... ég skal ræða það við þig seinna á góðri stundu... en mér finnst mjöööög asnalegt að SAGA hafi meinað þeim aðgang því grey fólkið var ekkert búið að gera af sér annað en að panta sér hótelgistingu!!
Heyri í þer fljótlega Sunnus...
Halldóra

8:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jaaaaaá var þetta tík?? ó þá á hún auðvitað að heita Helena! alþjóðlegra nafn finnst ekki!! og svo passar það svo vel við tík ;) er það ekki?? I promise you

2:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjéddddna.... af hverju er ekkert minnst á ólympíumeistaramótið í Actionary sem fór fram á ónefndum stað í austurhluta borgarinnar??

Kveðja,
Pylsuhjól

(hey! það gæti verið gott nafn á voffa.. eða kannski ÞREFALT HÚRRRRRA!!!!) muhahahahaaaaaa

10:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey, ég veit!!!

*PORNODOG*

Bwaaaaaaaaaa.... I kill myself ;o)

Pylsan

10:28 e.h.  
Blogger Sunna said...

Þarsem greinarhöfundur var hálfmeðvitundarlaus á meðan ólympíumótið fór fram þótti ekki við hæfi að gera því greinagóð skil - þarsem óvíst var hvort um draum eða raunveruleika var að ræða.

hehehehe... ég var náttúrulega sky-high af þessum unaðslega mat sem þú eldaðir.. einhver undarleg efnahvörf áttu sér stað í heilanum sem leiddu mig svo í dauðadá í horninu á sófanum.

Frábært kvöld - sem þarf að endurtaka sem fyrst, með meiri meðvitund viðstaddra... OG ég hrifsa ólympíugullið af ykkur skötuhjúunum :-)

lovjú Bebbz - knústu Fritz.

10:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikid gaeti eg ekki verid meira sammala ther med skodun thina a thessarri blessudu klamradstefnu.. finnst thad mjog mikil hraesni ad henda theim ut af hotelinu.. er ekki ferda og fundafrelsi virkt a islandi?
Hvad vardar nafn a hundinn... synist hann nu vera oskop mikid Gerpi...

1:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hund von Hundenstein

11:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home