miðvikudagur, janúar 23, 2008

Góðan daginn kæru landsmenn nær og fjær !

Stutt ágrip af sumu :

-Jólin voru yndisleg, ég fékk frábærar gjafir og nammigóðan mat. (flensa gerði vart við sig, og er það ávalt glaaaatað)

-Áramótin voru róleg, en mjög skemmtileg. Árið 2008 leggst vel í mig... Fyrsti mánuður ársins er búinn að vera viðburðaríkur. Þó hafa fleiri góðir hlutir en slæmir gerst.

-Tenerife er frábær staður. Hlakka mikið til að heimsækja þessa fallegu eyju aftur. Vorum þar í 2 vikur með tengdó og Inga og Erlu. Set inn myndir frá ferðinni um leið og.... tja.. ég nenni því.

-Til hamingju til hamingju til hamingju Friðrik bróðir og fagra Berglind með daginn um daginn. Það er alltaf gleðiefni þegar tveir snillingar láta pússa sig saman :-*
Sakna ykkar, andfætlingarnir ykkar !!

Ég er alsæl bara. Ekkert smá gaman að vera komin aftur í vinnuna.
Látið heyra í ykkur !

-Sunnsa.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sakn sömuleiðis :) og þakka fyrir alveg YNDISLEGA FRÁBÆRA ferð!!!
Knús til Árna
Erla

8:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hædí hó! yndislegt að vera komin heim aftur ekki satt? En já þessi mánuður er búin að vera alveg á milljón, man bara ekki annað eins! ótrúlegt hvernig allt hleðst á sama tímann stundum! En búið að vera gaman líka sem er gott :) Knús í krús :*

9:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home