föstudagur, desember 07, 2007

Vonbrigði dagsins :

1) Nýji fallegi sturtuhausinn. Sýnir að útlitið er sko alls ekki allt - og að dýrt er ekki alltaf best ! Morgunsturtan á að vera hressandi en ekki niðurdrepandi... ég sá liggur við þúsundkallana leka niður um niðurfallið í sturtunni :-( GLATAÐ. Skamm Byko !

2) Nýja sojamjólkin sem ég keypti í Nettó. Þvílíkur viðbjóður. Viss um að volg fíflamjólk er betri en þetta sull. ...semsagt ekki kaupa Sojamjólk á tilboði. OJJJ. Skamm Nettó !

3) Ég brenndi mig á straujárninu í morgun. Gott ráð : Ekki strauja og greiða ykkur á sama tíma. ....vaknið frekar aðeins fyrr... ehemmm... GEISP.

Jákvæðu punktar dagsins :

1) Hvert einasta tré á Akureyri er hrímað. Það er svo fallegt. Hvað er betra en að líta útum gluggann og finnast maður vera að horfa á riiiiiisa jólakort ?!

2) Fékk unaðslegan galdra bjútífæing pakka frá Hönnu frænku. ....maður verður sko aldeilis fínn.

3) Ég hlakka til jólanna :-D Svo svo svo mikið !!! Hlakka svo til að gefa Árna pakkann sinn. Thíhíhí... Svo eru líka fleiri pakkar sem ég er spennt yfir að fólkið mitt opni... Vííííí. Þetta er svo skemmtilegur árstími. Þó að leyndarmál séu yfirleitt ekki af hinu góða... Þá eru svona leyndarmál yndisleg.



Eigið góðan dag. Hámið í ykkur heilt súkkulaðidagatal (ekki pappann), þambið jólaöl og nartið í eina tvær klementínur.

-Sunnusveinn.

2 Comments:

Blogger Jón Sindri said...

Straujárn eru merkileg uppfinning sem hægt eru að nýta í margt! Kæmi fólki á óvart.

Annars ættir þú bara að hafa samband við félaga þinn þarna í Fáfni og senda hann á Byko fyrir að selja þér rusl sturtuhaus! Það myndi sko leysa úr öllum vanda.

5:20 e.h.  
Blogger Sunna said...

Waaaaahahahaha já það er satt ! ...heimurinn versnandi fer.

5:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home