miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Í fréttum er þetta helst...

Sunnfríður er búin í skólaprófunum.
Og það gekk bara svona hellllvíti vel :-)

Skemmst frá því að segja svona held ég : 7,5-7,5-8,4-9,5-10,0

Næst á dagskrá eru flugmálastjórnarprófin eftir mánuð OG HEIMSYFIRRÁÐ ! Múwahahahaha....

____________________________________________________

Frábær hlutur gerist á fimmtudaginn. Ole og Sorina koma til okkar. Þau eru einmitt bestu vinir okkar í Scoresbysundi. Ég hlakka alveg svakalega til að hitta þau. Algjör forréttindi að fá að hitta þau aftur í ár. Ég bjóst ekki við að sjá þau fyrren í fyrsta lagi í Maí 2008.

Þau lentu í þeim hræðilega hlut að missa aleiguna í bruna fyrir skemmstu. Það er algjört lán að þau lifðu af ! Það eru allir að leggjast á eitt við að hjálpa þeim. Tengdó ákváðu að bjóða þeim hingað til Íslands - gott að skipta um umhverfi eftir svona.

Mig langaði að biðja ykkur sem eruð að gera jólahreingerninguna í fataskápunum að koma til mín því sem þið viljið losna við. Það munar um allt !

bless í bili dúfurnar mínar,
-Sunna.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega til hamingju með góðan árangur í prófum! Ekki það að ég hafi búist við neinu öðru... mundu það, eftir að þú ert búin að taka yfir heiminn...
Sunzilla!

-B

10:22 f.h.  
Blogger Jón Sindri said...

Það var akkurat verið að hreinsa úr skápum á þessu heimili, bæði ég og móðir mín. Spurning um að fá að henda þessum blessaða ruslapoka í þig við tækifæri.

kv. cunningham

8:32 e.h.  
Blogger Sunna said...

EEEEENDILEGA !

9:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home