föstudagur, nóvember 09, 2007

Gleðilegan föstudag !

Jæja, þá eru Friðrik bróðir og Berglind "systir", a.k.a. þotuliðið loksins á leiðinni heim frá mannætulandi. Ég geri mér grein fyrir að það eru ekki eingöngu mannætur í þessu fallega landi, og að kannski er þetta orðalag litað af fáfræði, fordómum og lestri á Andrési Önd og Tinna í Kongó.

Ég er samt sem áður ekki fordómafull. Heldur afar umburðalynd og víðsýn. Já !

Hvað sem öðru líður þá eru þau allavega á leiðinni heim :-)
Þau eru dugleg og sniðug og falleg - og ég hlakka svooo til að sjá þau næst ! ...vonandi sem fyrst - *hint-hint*

Hér eru þau við vinnu sína í PNG.




Eigið góðan föstudag öllsömul - ég ætla að nýta helgina í vinnu og hversdagslegu gleðina sem henni fylgir :-)

Amen,
-Sunna.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Merkilegt að þú skulir minnast á Andrés Önd. Hef lengi spáð í áhrifum lestur Andrés á lífsgildin. Ég held að mín hafi litast umtalsvert af því að lesa Andrés blöðin góðu. Spauglaust. Mér hefur amk. alltaf fundist svo flott að geta rakið sögur sem hefðu vel getað sæmt sér í einu eða tveim heftum. Að vinna eða ferðast í löndum sem teljast til Langtiburkistan eða Fjarskafærri hefur leynt og ljóst verið stefnan eftir að maður komst til vits og ára. Amk. ára. Ef ég verð gamall, skal ég geta setið með Jóakim og skipts á sögum með honum. Aldrei öfundað hann af peningageymslunni. Bara því að geta farið útum allt og gert allan andskotann. Þegar hann rifjar upp sögur þegar hann var að vinna í Klondike, eða sem skóburstari í Afganistan, þá fyrst ég verð abbó. Hvaðan annars kemur þessi ferðaþrá, wanderlust frá helvíti ?
Tinni var líka flottur, en aldrei eins flottur og endurnar. Þær rúla. Andabæjasögur ættu að vera á hverju heimili- rétt við hliðina á Íslendingasögunum.

-Benni Wanderduck

9:07 f.h.  
Blogger Sunna said...

Váááá... það er einsog að vinna í lottóinu að fá svona laaaangt snilldar komment frá Benna !!! Takk :-*

9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home