Vei vei vei !
Ein skemmtilegasta helgi í laaaangan tíma er að baki.
Föstudagur:
Var í fríi. Vaknaði samt eldsnemma og fór í klippingu. Svo fór ég að fljúga - í vondu veðri. Þurftum að snúa við vegna ókyrrðar og lélegs skyggnis :-) ...gaman að fá að prófa það.
Svo lærði ég aðeins. Dúleg stelpa.
Hössi vinur hans Árna kom að sunnan og við áttum skemmtilegt kvöld öll saman - 3 amigos.
Laugardagur:
3 amigos skelltu sér útí sveit í skírnarveislu.
Bjössi og Eva voru að skíra litla prinsinn, hann Mikael Leó. Við rétt náðum athöfninni - vorum sein fyrir því Vetur Konungur ákvað að 6.október væri kjörinn fyrir hálku og snjó. ...við vorum á sumardekkjum.
Veitingarnar og skreytingarnar í veislunni voru æði. Við átum á okkur gat og þurftum svo að rjúka til baka.
Árni og Hössi voru að fara á Þelamerkurskóla endurfund (...reunion) og ég á Greifann í mat með vaktinni minni.
Jónasi og Kára samstarfsfélögum mínum tókst svo hið ómögulega... Náðu mér í Sjallann. Allra fyrsta skipti Sunnfríðar í Sjallanum... Og mikið roooosalega var gaman :-D
Margir snillingar þarna saman komnir - sem allir fóru á kostum.
Ég vil þakka öllum kærlega fyrir sem áttu þátt í því að þessi helgi varð svona frábær :-)
-Sunna.
Ein skemmtilegasta helgi í laaaangan tíma er að baki.
Föstudagur:
Var í fríi. Vaknaði samt eldsnemma og fór í klippingu. Svo fór ég að fljúga - í vondu veðri. Þurftum að snúa við vegna ókyrrðar og lélegs skyggnis :-) ...gaman að fá að prófa það.
Svo lærði ég aðeins. Dúleg stelpa.
Hössi vinur hans Árna kom að sunnan og við áttum skemmtilegt kvöld öll saman - 3 amigos.
Laugardagur:
3 amigos skelltu sér útí sveit í skírnarveislu.
Bjössi og Eva voru að skíra litla prinsinn, hann Mikael Leó. Við rétt náðum athöfninni - vorum sein fyrir því Vetur Konungur ákvað að 6.október væri kjörinn fyrir hálku og snjó. ...við vorum á sumardekkjum.
Veitingarnar og skreytingarnar í veislunni voru æði. Við átum á okkur gat og þurftum svo að rjúka til baka.
Árni og Hössi voru að fara á Þelamerkurskóla endurfund (...reunion) og ég á Greifann í mat með vaktinni minni.
Jónasi og Kára samstarfsfélögum mínum tókst svo hið ómögulega... Náðu mér í Sjallann. Allra fyrsta skipti Sunnfríðar í Sjallanum... Og mikið roooosalega var gaman :-D
Margir snillingar þarna saman komnir - sem allir fóru á kostum.
Ég vil þakka öllum kærlega fyrir sem áttu þátt í því að þessi helgi varð svona frábær :-)
-Sunna.
4 Comments:
ja hérna skemmtilegt blogg, helgin greinilega verið skemmtileg! Ég vil líka fara í Sjallann þegar ég kem í heimsókn!
Greinilega góð helgi:) Ég fór einmitt í sjallann um daginn í fyrsta sinn í laaaangan tíma og mikið ofsalega var gaman að dansa af sér rassinn eins og fíbbl;)
En hvað er msnið þitt??
Kv. Halldóra
Djöfull lítur þetta út fyrir að vera skemmtilegur bær þegar þú skreytir bloggið svona!
- Það liggur við að maður sakni vinnunnar!
Héddna... mér finnst persónulega aðeins of mörg ö í "skemmtilegasta helgi í laaaaangan tíma" miðað við að þú sért ný komin úr innflytjenda partýi ársins.. *sniff*
Beggz
Skrifa ummæli
<< Home