föstudagur, september 28, 2007

Hversdagsleikinn...

Já hversdagsleikanum er tekið fagnandi.
Ég er einsog þroskaheftu börnin - þykir betra að hafa allt í föstum skorðum. Og frávik frá plönum eru mér erfið.
En mér þykir auðvitað líka gaman að láta koma mér á óvart... þið vitið.

Eftir óstjórnlega leiðinlega viku er vinnuhelgin velkomin. Ójá. Það sem hinsvegar bætti þessa óstjórnlega leiðinlegu viku var 2.sería af Grey´s anatomy. Kláraði hana.
Það liggur við að mér finnist ég fær um að skera upp fólk og barkaþræða - hnoða hjörtu og krukka í heila.
Ótrúlega menntandi sjónvarpsefni, á heilbrigðissviði og ekki síður á sviði mannlegra samskipta.
Spaug.

Mig langar í sund.
En kvef og sund eru óvinir.
Ég verð því að láta mér nægja að setja upp skærbleiku sundhettuna og æfa sundtökin á stofugólfinu.

-Sun(d)na.

5 Comments:

Blogger alfa said...

úfff.. ég þoli ekki fastar skorður..

en ég aftur á móti elska Gray's! ;)

Nýýýbúin að eyða 3ju seríu út hjá mér.. annars hefði ég komið hlaupandi með hana til þín! :D

11:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ef ég væri í erfiðari tilvistarkreppu í augnablikinu væri ég reiður við þig sunna.

staðreyndin er sú að þú ert of fyndin til þess að vera hálfviti, fáviti.

peace samt!

2:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Komment atvinnuleysingjans;

Hversdagsleikinn rúlar og þröskaheft börn eru snillingar, hahaha.

Sunna trega.

Vildi að ég fýlaði vinnuhelgar, úff. One day, one day.. Og sem atvinnulaus unglingur get ég fullyrt fyrir þér að Grace anatomy suckar, til hamingju lol.

Hahahahahahahaha

Hahahahahahahaha

You be bumpin oldie. Wu tang er samt bumpin á sama augnabliki síðan 1992.

... oh no? Here comes the wu tang

-- Komment atvinnuleysingjans líkur.

Friður Sunday.

2:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og já, það vantar hversdags sunnu á msn ég finn alltaf bara foreldra mína þar.

2:18 f.h.  
Blogger Sunna said...

Vilhelm - get a job.

11:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home