Gleðilegan mánudag :-)
Mig langar í sushi.... ég er orðin helsjúk af sushi-þrá.
Upprunalega var þetta allt Berglindi og yndisstaðnum Haru að kenna.
....Nú get ég með góðri samvisku sagt að Gunnhildur sé orðin samsek.
Gunnhildur og Ásta komu til mín á laugardaginn og Gunnsa kenndi okkur að útbúa sushi. Það krefst þolinmæði og handlagni. Gunnhildur er góður kennari og hefur hún nú smitað mig af hinni ólæknandi sushi-veiru.
Það er kannski ekki girnilegt að tala um hráan mat og veirur í sömu andrá.. en ég held þið vitið hvað ég meina.
Þetta heppnaðist allt saman ótrúlega vel. Við átum okkur heimskar og lágum svo í hláturskasti í einhverskonar sushi-vímu. "Hristi-fés" og "purrr"-myndir léku aðalhlutverkið í fíflaganginum, ásamt albínóa-Hitler og Gosa. Alltaf fyndið að grínast með börn úr timbri. Yndislegt alveg. .....jú, það voru teknar myndir :-)
Við tókum þemað að sjálfsögðu alvarlega og mátti sjá asísk áhrif bæði á klæðaburðinum og sminkinu. Bambuskindlar vermdu útidyrahurðina og spádómskökur voru mölvaðar í lok matar.
Spekin sem úr þeim kom kætti viðstadda og átti afskaplega vel við - alveg er það merkilegt hvað það gerist oft.
Þess ber einnig að geta að Ferðafélagið GÁS var stofnað. GÁS er líka félag með áhuga á asískri matargerð. Meðlimir eru þrír.
Mér þykir líklegt að fleiri frétta sé að vænta af GÁS-unum von bráðar. Ansi gott teymi þar á ferð.
En já, ...bara takk fyrir mig stelpur. Þið rokkið ! Jap-rokkið !
-Sunna.
Mig langar í sushi.... ég er orðin helsjúk af sushi-þrá.
Upprunalega var þetta allt Berglindi og yndisstaðnum Haru að kenna.
....Nú get ég með góðri samvisku sagt að Gunnhildur sé orðin samsek.
Gunnhildur og Ásta komu til mín á laugardaginn og Gunnsa kenndi okkur að útbúa sushi. Það krefst þolinmæði og handlagni. Gunnhildur er góður kennari og hefur hún nú smitað mig af hinni ólæknandi sushi-veiru.
Það er kannski ekki girnilegt að tala um hráan mat og veirur í sömu andrá.. en ég held þið vitið hvað ég meina.
Þetta heppnaðist allt saman ótrúlega vel. Við átum okkur heimskar og lágum svo í hláturskasti í einhverskonar sushi-vímu. "Hristi-fés" og "purrr"-myndir léku aðalhlutverkið í fíflaganginum, ásamt albínóa-Hitler og Gosa. Alltaf fyndið að grínast með börn úr timbri. Yndislegt alveg. .....jú, það voru teknar myndir :-)
Við tókum þemað að sjálfsögðu alvarlega og mátti sjá asísk áhrif bæði á klæðaburðinum og sminkinu. Bambuskindlar vermdu útidyrahurðina og spádómskökur voru mölvaðar í lok matar.
Spekin sem úr þeim kom kætti viðstadda og átti afskaplega vel við - alveg er það merkilegt hvað það gerist oft.
Þess ber einnig að geta að Ferðafélagið GÁS var stofnað. GÁS er líka félag með áhuga á asískri matargerð. Meðlimir eru þrír.
Mér þykir líklegt að fleiri frétta sé að vænta af GÁS-unum von bráðar. Ansi gott teymi þar á ferð.
En já, ...bara takk fyrir mig stelpur. Þið rokkið ! Jap-rokkið !
-Sunna.
2 Comments:
Takk fyrir yndislegt kvöld snúlla og allt hrósið hérna á blogginu, maður roðnar bara! Hlakka til næstu GÁS-unar!;)
Mmmm... sushi
en talandi um hráan fisk.. Britney minnir helst á Dafid
-the only gay in the village- í þessum ó-sköpum
http://www.youtube.com/watch?v=MX2iWjo54aI&NR=1
vil þó hrósa Nip/Tuck félögum hennar fyrir vel heppnað
last-minute-lipo !!
Skrifa ummæli
<< Home