fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Vinna.... - of snemma.

...er þreytt.

Á eftir að gera milljón hluti áður en ég get áhyggjulaus farið í dásamlegt "road-trip" með mínum fagra fola.

Ohhh, ég hlakka svo til að komast útí náttúruna. Ætlum að keyra að Öskju og spígspora eitthvað um þar í nágrenninu. Seinni nóttina verðum við svo á Mývatni í ofurkósýheitum á Hótel Reynihlíð.



__________________________________________________

Síðasta helgi var alveg frábær og kann ég stöllum mínum í RedHotMamas bestu þakkir fyrir samveruna.
Orðið Lotus vill koma ansi oft upp í hugann ;-) Bwahahahahahahaha !

Ég set inn myndir... tja, um leið og ég nenni því !
__________________________________________________

.........í dag eru 12 dagar þangað til ég fer til The U.S of A. Það er ekki laust við að það fari smá skjálfti um mann þegar maður hugsar til þess að vera í Stóra Eplinu. Þvílíkt magn af bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem maður hefur glápt á í gegnum tíðina sem gerast í þessari merkilegu borg.
Ég er ekki viss um að maður eigi eftir að tíma að halla aftur augunum á kvöldin.

Berglind : er augljóst hvað ég er spennt ?? hahahahahahaha !

...úff, það verður líka gaman að komast í nýjar búðir. Ég er alveg komin með toppnóg af úrvalinu hérna í sveitinni.
Svo getur maður líka fundið svo margt furðulegt og spennandi í svona borg einsog New York. *SPENNINGUR*



...mjá...
-Sunnfonda.

4 Comments:

Blogger alfa said...

Öfugur Lotus!

Mwaaaahhh...

2:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En gaman hjá ykkur skötuhjúunum!! líst vel á ykkur! Sjálf get ég heldur ekki BEÐIÐ með að fara til NY með Heimsa mínum :) Ég varð náttlega líka að fara aþþí ég er svo mikil hermókrákos!!

5:32 e.h.  
Blogger Sunna said...

Alfa, ekki má gleyma "opnum Lotus" og "standandi Lotus", ..tja og "twirling Lotus", sem er THE ULTIMATE FINALE !... Allt spor sem munu standa tímans tönn.

já Helena - þetta er farið að verða fáránlegt. Ég er að spá í að hafa líka evrópskt kántrýþema í svefnherbeginu mínu !!!

10:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Sofisticated Country mundi ég segja að væri bara the ultimate þema!!!!

1:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home