föstudagur, júlí 20, 2007

Jáhh,

Ég er bara búin að hafa það gott í einverunni. Lærði viðurstyggilega mikið, tók tvö próf í gær og kláraði það sem ég hafði sett sjálfri mér fyrir.
*klapp á bakið*

Var meiraðsegja svo dugleg að ég hafði tíma til að fara í klippingu, setja á mig smá brúnkukrem, lakka tásur....
Vaska upp, þvo þvott, setja nýjar myndir inná myndasíðuna OG horfa á 5 þætti úr 2.seríu af Rome.

Ég er by the way komin með algjört æði núna fyrir rómverskum kjólum. Og ég bara veit ekki hvar þetta endar. Svo flott snið og fallegar líningar og litir og efnin ...mmmmm... Allar konur verða gyðjur í svona kjólum - í alvörunni :) ......skiljiði hvað ég á við með æði... hehehehehe ?

Ehemm, já, ég hvet ykkur til að skoða nýju myndirnar. Ásamt því að búa til tvö ný albúm þá bætti ég inn nokkrum myndum í "Frostmundur Eyfjörð"-albúmið.

................núna er ég búin að vera í vinnunni í 2 klst. og 25 mín. Og klukkan er 07:11. Úfff.. ég er hrædd um að einhver verði orðin súr um hádegi ;-)

-Sunnhildur.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

awww en hvað Frostmundur myndast alltaf ve, þrátt fyrir að aldurinn sé nú farinn að segja til sín. Mikil reynsla og viska sem býr í þessu litla andliti.

2:04 e.h.  
Blogger alfa said...

hey, hvað ætlar þú að gera af þér mín kæra um helgina?

6:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þú lætur mig endilega vita ef þú ákveður að vera óþekk... hef fulla trú á þér Sunna mín;)
Sjæse ég er í svo miklu djammstuði og það eru allir uppteknir... djö...
Halldóra

10:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home