sunnudagur, júní 24, 2007

Nauj nauj nauj !!!

It´s alive !
Sunni er búinn að laaaasinn dauðans. Dauh-hau-hauðans !
Og núna er Árni lagstur í rúmið - ég þurfti reyndar að reka hann uppá spítala áðan (nei það er ekki læknavakt á Ak.)

...og læknirinn sparkaði í hann og gaf honum svo veeel sterkt pensillín, það var bara farið að grafa í hálsinum á honum - frekar svæsin streptokokkasýking í gangi. .....bððððöööö.....

Mér er skapi næst að skreppa í Adam&Evu og festa kaup á föngulegum hjúkkubúningi. Hann á það skilið litli húnninn, hann hugsaði svo vel um mig meðan ég var veik.
Ég verð svo óskaplega dyntótt og fimm ára þegar ég er lasin.

_____________________________________________________

Núna erum við með fullt hús af grænlenskum börnum. Nánar tiltekið 3 drengi. Svaka fjör ! Og ef þeir myndu borða hús þá væri ég heimilislaus... alveg ótrúlegt hvað fer ofan í þá af mat :-) ....þetta er ágætis æfing í að versla fyrir fjölskyldu (nei ég er ekki ólétt !).

Við höfum ekki undan að versla. Eitt sem er skemmtilegt við þeirra át, er hvað þeir elska ávexti. Þeir spæna í sig heilu knippin af banönum, OG perur og epli í kassavís. Íslensk ungmenni mættu taka þetta sér til fyrirmyndar. Reeeeeyndar drekka þeir soldið mikið af gosi svo að sjálfsagt núllar óhollustan hollustuna.
En nóg um inúítafóður.
_____________________________________________________

Í gær var Flugsýning hér á Akureyri. Mjög skemmtilegt... þótti mér að minnsta kosti :-) Listflug, þyrluflug og allskyns fjör. Að sjá þessar marglitu og fallegu rellur leika listir sínar varð ekki til að drepa niður þennan stórhættulega flugáhuga sem hefur tekið sér bólfestu djúpt í hjarta mínu :-)

Í gærkveldi hlýddi ég svo skipun míns elskulegs sambýlismanns sem rak mig út og gaf mér pening. Hehehehe.. gæti það verið betra ? Hann sagðist vera ömurlegur félagskapur því hann væri svo veikur. Ég tróð mér því uppá Ástu og Hlyn og át Peng´s með þeim og horfði á Spaced. Mjög notalegt.
Við Ásta röltum svo á Amour og hittum Klöru. Vættum kverkarnar með örlitlum bjór, og trítluðum svo heim á kristilegum tíma. Svo er ég auðvitað svo mikil eðalskvísa og dönnuð með eindæmum að ég bauð Ástu innfyrir í samloku og kakó.
Södd og sæl skreið ég svo uppí rúm og knúsaði minn ofursveitta og fárveika kærasta.

.....ohhh já þetta var vooooðalega notalegt kvöld.

Bless í bili, ...sagði kallinn á Kili.

-Sunni.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það er VÍST læknavakt á Akureyri, það bara vill þannig til að þeir fá að nota húsnæðið á spítalanum á kvöldin og um helgar... en það er samt heilsugæslan.. bara svona svo það sé á hreinu;)
Það var annars gaman að sjá þig í gærkvöldi.. ég fór bara kát heim með brauðstangir og bernes og fór að sofa...:)

7:23 e.h.  
Blogger alfa said...

ég eeeeheeheelska spaced!

Það eru þættir sem ég get horft á endalaust! ;)

ohh.. núna langar mig í pengs! skrambinn.. komdu með eitthvað að borða handa mér í vinnuna. Ég er svöng.

6:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Laugardagskvöldið var æði! Sunnan mín, pengs, spaced og sæti kærastinn minn með nefrennsli, beautiful blanda! Og að enda dannaða og netta bjórdrykkju með skvísunum mínum með kakó og brauði að hætti Sunnu bara perfect! Love jú fröken yndisleg.

10:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna hér!! alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og sjá að þú ert vöknuð til lífsins, svo langt síðan þú bloggaðir síðast að ég var hætt að kíkja hérna inn 12 sinnum á dag!!... Segir kannski meira um mig en þig....

5:22 e.h.  
Blogger alfa said...

nope, ekkert simanumer komið ennþá.. but u'll be the first to know!

mig langar að hitta þig!

8:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home