sunnudagur, júlí 15, 2007

Úthvíld :-)

Langþráðri hvíld var náð um helgina.

Á föstudaginn skelltum við okkur í Varmahlíð. Nánar tiltekið að Vindheimum til Bjössa og Evu.
Þau voru að fjölga mannkyninu fyrir örfáum vikum síðan, og þótti okkur nauðsynlegt að kíkja á snáðann. Sem þau hafa nefnt því fallega nafni Mikael Leó :-)

Það jafnast á við gistingu á 5 stjörnu hóteli að sækja þau skötuhjúin heim. Það var þvílíkt stjanað við okkur, maturinn var uuuunaður, bjórinn rann ljúflega niður og félagskapurinn toppaði auðvitað allt !

Við sváfum út á laugardaginn, og þegar við vöknuðum beið okkar þessi líka þvílíki morgun-/hádegismatur. Nammmm.....
Fljótlega eftir hádegi lögðum við svo af stað aftur til Akureyrar.
Við vorum hinsvegar ekki alveg tilbúin að segja skilið við þá sælu sem sveitinni fylgir og ákváðum að elda útá Björgum og gista þar í kyrrðinni.
Sunnfríður náði einhverjum 12 tímum ca. í svefn, hvorki meira né minna. Það má því segja að hún sé úthvíld og undirbúin fyrir stríð komandi viku.

_______________________________________________

Eftir nákvæmlega mánuð verð ég stödd í Nýju Jórvík með snillingnum henni Berglindi.
Tilhugsunin um þessa ferð er að halda í mér lífi þessa dagana. Það er alveg nauðsynlegt að hafa eitthvað að hlakka til ! Þá er maður frekar tilbúinn að keyra sig áfram... eða svo er það allavega með mig :-)

Takk í bili,
-Sunnalischa.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

H�h� og takk fyrir s�ast :) ��islega gaman a� f� ykkur � heims�kn um helgina, vi� ver�um a� endurtaka �etta sem allra fyrst :)Og takk �islega fyrir f�tin � prinsinn, hann er SVO flottur � �eim eins og �i� sj�i� � myndunum! Hafi� �a� n� gott og heyrumst flj�tt!! Kv. Eva, Bj�ssi & Mikael Le�

5:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home