föstudagur, september 14, 2007

Jæja,

Það er allt að komast í samt lag aftur.
Með nokkrum undantekningum þó. T.d. að Sunnfríður hefur undanfarna 2 daga synt samtals 1300 m.
Það er ekki innan ramma normsins. En batnandi mönnum er best að lifa og allt það. Ég er líka mjög dugleg þessa dagana við að drekka græna-teið mitt. ....eða súrheys-safann, einsog samstarfsfélagar mínir kalla það.
Fæ mér spirutein-sjeik í morgunmat og svona... gvuð það þetta er áhugavert blogg. *kúg*

________________________________________________

Nú, svo er það helst í fréttum að þrjú ný myndaalbúm hafa litið dagsins ljós.
Endilega gæðið dag ykkar ljósi og gleði og skoðið myndirnar mínar. Ég vil ítreka að það er hægt að kommenta í albúminu. Þó svo að myndir segji auðvitað meira en 1000 orð.

takk í dag,
-Sundna.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfuls dugnaður í þér kona!! Er þetta spurning um að vera bikinihæf á Máritíus, já eða Víetnam eða já hvar sem við endum að lokum?!!!
Erla

2:57 e.h.  
Blogger Sunna said...

Jámm - það er stefnan að minna ekki á hvalreka þegar maður liggur á ströndinni.

3:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahahahaha!!! Þá verð ég greinilega að fara að taka mig á.
Erla

4:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home