Sagan um Sunnu og eldriborgarana.
Rósóttir sundbolir og sundhettur í stíl, flutu tvist og bast í sundlaug Akureyrar í morgun. Kallarnir í rasssíðu sundskýlunum höfðu vit á því að halda sig í heitu pottunum. Grímseyjarferjan var þar afar heitt umræðuefni.
Sunna litla sat álengdar og hlustaði hugfangin á öldnu spekingana.
Á meðan eyrun nutu blaðursins, nutu augun þess að fylgjast með gömlu kellingunum gera æfingarnar sínar. Þetta kitlaði óneitanlega húmortaugina, því hreyfingarnar minntu ískyggilega á morgunæfingar Mr.Bean.
Það er snilld að fara í sund á morgnana. Þvílíkir demantar þar leynast. Ég er svo fegin að ég dreif mig. Og í dag er frítt í sund !
Næst á dagskrá er að finna blóma-sundhettu. Ohhh hvað ég yrði fín með svona eldriborgara sundhettu. *horfir dreymin útí loftið*
Hafið það gott í dag elskurnar mínar. Býst svosem ekkert endilega við að einhver lesi bloggið mitt í dag. Það er nú einusinni laugardagur.
-Sunnapi.
Rósóttir sundbolir og sundhettur í stíl, flutu tvist og bast í sundlaug Akureyrar í morgun. Kallarnir í rasssíðu sundskýlunum höfðu vit á því að halda sig í heitu pottunum. Grímseyjarferjan var þar afar heitt umræðuefni.
Sunna litla sat álengdar og hlustaði hugfangin á öldnu spekingana.
Á meðan eyrun nutu blaðursins, nutu augun þess að fylgjast með gömlu kellingunum gera æfingarnar sínar. Þetta kitlaði óneitanlega húmortaugina, því hreyfingarnar minntu ískyggilega á morgunæfingar Mr.Bean.
Það er snilld að fara í sund á morgnana. Þvílíkir demantar þar leynast. Ég er svo fegin að ég dreif mig. Og í dag er frítt í sund !
Næst á dagskrá er að finna blóma-sundhettu. Ohhh hvað ég yrði fín með svona eldriborgara sundhettu. *horfir dreymin útí loftið*
Hafið það gott í dag elskurnar mínar. Býst svosem ekkert endilega við að einhver lesi bloggið mitt í dag. Það er nú einusinni laugardagur.
-Sunnapi.
3 Comments:
Ég les! Ég les já það er ekkert smá gott að fá sér sundsprett á morgnana!!!
Að svamla í heita pottinum á meðan krumpaðir eldri borgarar leysa öll vandamál heimsins er óborganlegt... njóttu dagsins
-B
Ég er reyndar degi of sein...en hey! Ég les ;) ...en þessi bláa blómasundhetta var einmitt keppnissundhetturnar fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands (A.M.Í.) 1996...minnir að árinu eftir hafi þær verið brúnar.
Skrifa ummæli
<< Home