þriðjudagur, október 23, 2007

....heili....

Ég sef einsog engill þessa dagana en...
Mig dreymir ævintýri um hreyfla og blöndunga.

Síðasta helgi var alveg yndisleg. Við höfðum það notalegt, um leið og við vorum úúber dugleg ! Lærðum einsog skepnur og elduðum dásamlegan mat. Árni var með hugann við sjóinn og ég við himininn. Svolítið fyndið, Árni að taka pungaprófið og ég í mínu stússi.
Og ég stóð við það sem ég sagði, ..ég var í jogging-galla og ullarsokkum aaaaaalla helgina :-) Og það var yndislegt !

Það eru langir dagar núna... þ.e.a.s þegar ég er að vinna. Þá vinn ég 12 tíma og fer svo í skólann til 23:00. Frídagarnir fara í lestur og verkefni ...það vill til að mér þykir gaman í vinnunni OG í skólanum svo þetta er í lagi.

...hafið það gott í dag.
-Sunns.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nau, nau, allt að gerast á Akureyris!

Sé þig í vinnunni um jólin, bið sérstaklega að heilsa eið vaktstjóra, segðu honum að ég hafi tekið brennivínsskot honum til heiðurs í kvöld!

12:38 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko mína! Endalaus harka í gangi, ánægður með þetta. Hinn opinberi afslöppunargalli spillir heldur ekki fyrir. Passaðu þig bara á því að fljúga ekki á hausinn... Ullarsokkarnir geta verið varasamir, sérstaklega ef þú ert með hugann við himininn...
Bestu kveðjur og knús frá ströndinni í Monterey, þarsem stuðið logar allan daginn!
Burn baby, burn...
-B

11:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home