miðvikudagur, október 17, 2007

Já fínt - já sæll, já fínt - já sæll

Það er svakalega fallegt veður á Norðurlandi í dag. Kjörið til flugs. Sem er auðvitað týpískt - þarsem ég er að vinna.
SVINDL !

En á svona aðeins léttari nótum...
Ég er í fríi alla næstu helgi og ætla að eyða henni í lærdóm, át, heitupottasvaml, yndislestur og kannski einn eða tvo göngutúra. .....Ég get ekki beðið. Dagskrá undanfarinna fríhelga hefur verið aaaðeins of strembin og það verður yndislegt að slaka aðeins á. Ætla að vera í jogginggalla og ullarsokkum allan tímann ! Maka deep-heat á axlirnar (....er sko með vöðvabólgu sem sæmir krypplingi) og drekka í mig fróðleik - nytsamlegan jafnt sem ónytsamlegan.

Aaaahhhhh....
Kannski eru það ellimörk að jogginggalla-fríhelgar þyki heimsins besta plan. En eins og staðan er núna - þá er mér hjartanlega sama :-)

blez,
-Sierra.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohh ég skil þig svo fullkomnlega, þetta er nákvæmlega mitt plan fyrir helgina ;o)
Knus frá DK
Erla Malen

4:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvösslags eymingjaskapur er þetta? Aldurinn GREINILEGA farinn að segja til sín!!!.. En já fínt já sæll þetta hljómar samt ágætlega þetta plan þitt, hefur einmitt verið mitt plan síðastliðnar sirka 1500 helgar... En núna er ég hinsvegar með hvítvínstár í glasi á hyggst bæta fyrir hrakfarir liðinna helga (eins og andi liðinna jóla þúveist...?) bið að heilsa þér/ykkur :)

9:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home