miðvikudagur, apríl 16, 2008

Jæja,

Brátt tekur við ansi langur grasekkjutími.
Árni fer suður í dag og svo til Grænlands á laugardag OG verður í AÐEINS 3 vikur. Ég er soldið leið. Og voru hroturnar hans í nótt sem tónlist í eyrum mér :-)

Hann er ekki eins leiður, ...honum til mikillar gleði missir hann af taugatitringnum og geðsveiflunum sem fylgja prófunum.
En hann rétt nær í skottið á flugmálastjórnar-prófa-pakkanum, Múwahahahaha ! ...en um það leiti verður Sunnfríður einmitt farin að hósta blóði.

Mér á nú sennilega ekki eftir að leiðast stórkostlega... Gríðarlegur lærdómur framundan, leikhúsferð, afmælispartý, nuddtímar, prófatörn, skýlispartý, Sumardagurinn fyrsti og mín afmælisgleði. .......já og einhverstaðar þarna inn á milli ræktin.



...isss, tíminn líður svo hratt - ég verð farin að dusta rykið af jólaseríunum áður en ég veit af :-)

Knús í bili,
-Sunnsallabimmbamm.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sunna...þessi er ekki að hósta blóði, þetta eru lungu, magi, garnir og held að þetta séu líka nýrun...hmmmm

Kv.
Harpa

8:54 e.h.  
Blogger Sunna said...

...en Harpa, ef ég hósta upp öllum þessum líffærum - kemur þá ekki blóð með ? ...hmmm... ;-) hehe. Fallegt umræðuefni.

6:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

duglega stelpa... Árni verður kominn heim áður en þú veist af og þá verður fjör.. ho ho ho ho

kv. IBB

8:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að uppgötva að við erum búin að vera trúlofuð í 6 ár og höfum bara sofið hjá öðru fólki.
Það hlýtur að vera opnasta samband í heimi!

Kveðja
-Kardinálinn

4:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home