mánudagur, september 07, 2009

Paulo...

Ég var að ljúka við að lesa The Witch Of Portobello í gær - afskaplega áhugaverð og góð bók. Er alltaf að sjá betur og betur hvað Paulo Coelho er mikill snillingur.
Mér finnst ofsalega gaman að eiga svona alveg uppáhalds uppáhalds rithöfund. Honum tekst einhvern veginn alltaf að koma við hjarta mitt.

Hér er linkur á bloggið hans.
Honum er hugleikið þessa dagana, hvernig maður læknar tilfinningaleg sár.


________________________________________________

Nánast umleið og ég lagði frá mér bókina um Portobello nornina, tók ég upp aðra bók sem ég búin að vera mjög spennt fyrir að lesa. Hún er um Munkinn sem seldi sportbílinn sinn, og fyrstu 50 bls. lofa afar góðu :-)

takk í dag,
-Sunna.

5 Comments:

Blogger Berglind said...

Munkurinn er frábær, gott að lesa svona andlegar upplyftingar reglulega :)

6:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég þarf að fara að bæta þessum andlegu upplyftingum á leslistann minn.. hann samanstendur aðallega núna af rómantískum vampírum, hryðjuverkaógnum, hnattrænum vandamálum og sögum af fólki með þroskahömlun.. :) Helena

10:57 f.h.  
Blogger Berglind said...

Haha.. frábær bókmenntablanda Helena! Vampírur segirðu -ertu kannski að lesa Twilight? Það var þvílíkt verið að mæla með henni við mig í gær svo ég þarf að næla mér í eintak ;)

12:24 e.h.  
Blogger Sunna said...

....ahh..... twilight..... rómó :-)

12:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Twilight er á náttborðinu, yndislegt :)

9:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home