laugardagur, ágúst 12, 2006

Everybody say Heeey !!!

Þessa stundina er Sunnfríður stödd í vinnunni. Það er gaman.. við erum öll svo speeeees...

Jack Nicklaus kom áðan á einkaþotunni sinni. Yfirmaður minn vætti brækurnar.. hann er mikill golfáhugamaður.
Ég græddi dollu af Hagen Dazs frá einum kallinum sem var með honum ....mmmmmm.... Það er sko góður ís. Brynjuís er vissulega góður... en þessi er keppnis !!

Við fengum líka skál fulla af ferskum ávöxtum, jarðaber, melónur og vínber. Og einhverra hluta vegna bragðast ávextir þeirra ríku og frægu aaaaðeins betur :-)

Í kvöld er stefnan sett á Dallas (Dalvík city) ... Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur þar í dag.
Mun ég þar reyna að að finna mína heittelskuðu systur og hennar slegti. Vona bara að það verði ekki 20.000 manns þarna einsog einhvern tíman... úff..
Hlynur vinur ætlar að fylgja frúnni... ekki hægt að láta mig keyra eina. Nei nei sei sei !
Árni minn er nefnilega enn og aftur farinn til Sódómu að vesenast fyrir Explorer-skipið víðfræga.

..við Hlynur ætlum líka að fremja mannrán...
Slóvenski frændinn verður tekinn fastur og hann neyddur með til Dalvíkur.
Hann hefur bara gott af því !!! Múwahahahahaha...
Síðast þegar hann fór til Dalvíkur þá veiddi hann þorsk... hver veit hvað gerist núna !? :-O



yfir og út,
SunnSunn.
___________________________________________________
___________________________________________________

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home