fimmtudagur, júlí 06, 2006

Jæja gott fólk,

Helgin var aldeilis ljómandi góð. Komst loksins suður kl.18:10... fékk sæti á þilinu. Sem þýðir að ég flaug aftur á bak.
Til gamans má geta að í vélinni var líka indverskt ættarmót (án gríns), 15 indverjar sem ákváðu að styrkja fjölskylduböndin með því að hittast á Landi Ísa. Frumlegt.

Mín kæra systir Anna Þóra kom og sótti mig á flugvöllinn. Mikið var nú ljúft að sjá hennar nýlega air-brushaða andlit.
Svo fékk ég loksins að sjá nýju heimkynni hennar. Grafarvogsmolbúarnir eru nefnilega nýfluttir í Mosfellsbæinn. Ég vil meina að þau séu smám saman að færa sig norður.. Næst flytja þau í Borganes :-) ..hehehe..

Brúðkaupið mikla var svo á laugardaginn. Ótrúlega falleg athöfnin... ég fór smá að gráta... Þetta var bara svo fallegt !
Veislan var haldin í Lions-salnum Auðbrekku, og það var ekkert smáræðis partý ! Vá ! Það var rosalega gaman :-)

......og svo er bara búin að vera venjuleg vinnuvika.... Fyrir utan smá hálsbólgu-truflanir á mánudaginn og þriðjudaginn. Oj bjakk...

Á morgun eigum við von á ansi skemmtilegum gestum : Hössi og Ragnhild ætla að heiðra okkur með nærveru sinni. ....ég hlakka svooooo til :-D Þau eru svo sniðug !



blessbless,
SunnSunn.

2 Comments:

Blogger Erla said...

Ég er yfir mig móðguð að hafa ekki vitað af þessari síðu Sunnydale honey og vil fá link á mig takk!
:o) Vonast til að sjá ykkur turtildúfurnar og nýju íbúðina fljótt - knús knús - Erla María

4:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sunnubarn, það er svo gaman að geta fylgst með þér í gegnum þetta blogg. Heldurðu að þú getir mætt í afmæli mömmömm 18 júlí? Það væri alveg meiri háttar gaman. Geturðu ekki fengið far frammí með einhverri vélinni?? Hún veit núna að hún mun fara í óvissuferð en ekkert meira og er greinilega spennt.
XX Ás fræ

10:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home