þriðjudagur, júní 13, 2006

Aaaaaaaaaahhhhhhhhhhh.........

Jeremías ! Dagurinn í dag er búinn að vera himneskur.
Vaknaði kl.11:07 og fékk mér morgunmat með Ægi litla. Hann fékk svo að dunda sér með afa sínum sem er að leggja parket á stigann hjá okkur.
Á meðan fór ég í allsherjar snyrtingu inná baði, lita og plokka og svoleiðis. Svo í laaaaaanga sturtu og setti djúpnæringu í hárið, sem ég leyfði að vera í í allan dag :-)
Kl. 14:00 fór ég svo uppí Abaco (geggjað flott snyrtistofa) og fór þar í riiisastóran heitan pott með nuddi, var alein sem gerði slökunina enn betri. Og kl.15:00 fór ég í nudd. Það var alveg mergjað að vera búin að vera klukkutíma í pottinum fyrir nuddið.... og nuddið var dásamlegt !
Mamma hans Árna, hún Helena, var svo góð að splæsa á mig nuddtíma. Hún vissi að ég væri í fríi í dag og hringdi í gær og sagði mér að hún væri búin að panta fyrir mig tíma :-) .....so good....

Svo núna áðan var ég að skola djúpnæringuna úr hárinu.. mmmmm.... softness. OG setti á mig brúnkukrem...
Semsagt "Sunna´s big beautifying day" :-)

Ægir fór svo heim í kvöld. Það var mjög gaman að hafa hann. Hlakka til að fá hann aftur, ...lil´sweetie :-)

Það skemmdi líka ekki fyrir deginum að veðrið er búið að vera alveg hreint yndilsegt. Vona að það haldist svona.
Summer where are you ?!?

...jæja, farin að horfa á video með kallinum.

-Sunnsa.
================================================================

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott ad gera svona gott fyrir sjálfan sig.....Og koddu tá bara med kallinn í heimsókn...Kostar nú ekki svo mikid ad skella undir sig vængjunum.....Hér er nóg af svefnplássi og öllu sem til tarf...Hilsner, Kristjana.

1:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei heyrðu...ertu flutt til AKUREYRAR?!?!?! ...e-ð fór það framhjá mér...hmmm, eða e-r ekki að standa sig í fréttaflutningnum! Þyrfti að ræða við hana litlu systur þína...neinei, segi svona, en ótrúlega flott og fancy hús! Innilega til hamingju með það skvísalísa :)
Kv. Harpaskarpa ;)

3:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home