mánudagur, júní 12, 2006

Aaaa... what a glorious day :-D

Mætti kl. 06:45 í vinnuna, og er svona eldhress alveg. Ótrúlegt. Gæti verið að ég væri með svefngalsa gærkvöldsins í dag ?!? ..EÐA er Coke-light töframjöður ? ..maður spyr sig.

Fórum í grillpartý til tengdó í gær. Þar var ýmislegt góðgæti á boðstólnum. Sauðnaut, kjúklingur, náhvalskjöt og NÁHVALSFITA... úúff... ég hélt ég myndi deyja. Árni náði nú samt á einhvern undraverðan hátt að fá mig til að smakka þetta aftur. Þetta var að vísu öðruvísi matreitt en það sem ég smakkaði á Grænlandi, og með einhverri fancy-smancy ídýfu... ég lét gabbast. Eeeeeeen allt kom fyrir ekki.. sama ljóta lýsisbragðið af þessu. Allar karrý-ídýfur heimsins gætu ekki falið þetta bragð. Eeek..

En fyrir marga er þetta lostæti.

Fyrirtækið sem Flugfélag Íslands pantar staffa-matinn frá heitir líka "Lostæti" ...rangnefni, to say the least !
Í dag er "Pylsupottréttur með bökuðum baunum og kartöflumús" ...persónulega finnst mér þetta bara vera smekkleg leið til að segja "Fáðu þér þetta og þú munt prumpa á þig þig nýtt rassgat" ;-)
Sem betur fer er líka í boði svona sérmatseðill, kjúklingur, hamborgari og franskar og svona.

jæja, kæri lesandi - megir þú hafa það sem allra best í dag !
yfir og út,
-Sunnfríður.

_______________________________________________________________
_______________________________________________________________

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

pjakk náhvalsfita...en já sennilega lostæti einhversstaðar eins og þú segir. En það er nú bara allt gott að frétta hjá mér, var mætt í vinnuna kl 7 í morgun, algjörlega ókristilegur tími, en gott að vera búin snemma. Bið að heilsa stráknum þínum og strákakisu líka ;)

10:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oj, þú ert hugrakkari en ég í þessum matarmálum, það er reyndar ekkert sérstaklega erfitt.

Þú misstir af miklu á laugardaginn, það hefði sko verið gaman að hafa þig.. en það var ógeðslega gaman hjá okkur. Mummi var líka tekinn... skrifaði það helsta á bloggið okkar.

Knús í klessu

Inx

4:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sunnfríður....komnar nýjar myndir á síðurnar okkar....skoðaðu endilega.....ykkar myndir skemmtilegar...og gaman að sjá hvað þú ert sæl með lífið.....knús, stæðsta systir....

12:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home