mánudagur, júní 26, 2006

Nauj nauj nauj !

Gott veður á Akureyri :-)

Sem er mjög gott fyrir allar nýju plönturnar okkar, runnana og blómin. Helena og Siggi gáfu okkur tvo bakka af stjúpum. Allt orðið ótrúlega sumarlegt og fallegt !

Það er náttúrulega nauðsynlegt að punta svolítið hjá sér. Það er von á svo mörgum merkum gestum í byrjun júlí.

Júlímánuðurinn hefst með stuttri ferð til Reykjavíkur, þar sem ég mun vera viðstödd brúðkaup ársins. Inga Birna og Mumminn hennar eru að fara að rugla saman reitum.
Anna Þóra systir fékk þá snilldarhugmynd að ég myndi bara gista hjá þeim á meðan ég er fyrir sunnan... það verður hvorteðer enginn heima í Bláskógunum. Allir á ættarmóti.
Hlakka líka ekkert smá til að hitta Önnu Þóru... svo laaaaangt síðan. Ég er komin með fráhvarfseinkenni.

Þarnæsta föstudag, eða þann 7.júlí, mun hún Jóna mín setja undir sig vængina og fljúga með Trans-love Airways til höfuðstaðs Norðurlands. Og ég fæ að hafa hana hjá mér alla helgina og næstum allan mánudaginn .... aaahhhhh... *sæluandvarp*.
Vona að Árni haldi sönsum.. verður breyting fyrir hann að hafa TVÆR skrýtnar á heimilinu. Hehehe....

Daginn eftir að Jóna fer, eða þann 11. júlí, kemur ein af mínum elstu og kærustu vinkonum ásamt sinni litlu fallegu fjölskyldu. Þau verða hjá okkur eina nótt og halda svo áfram sem leið liggur til Kaupmannahafnar. Sigla með Norrænu frá Seyðisfirði.

Oooooog sama dag og þau fara kemur frændi hans Árna, Matjaz, frá Slóveníu og verður hann hjá okkur ca. 5 vikur.
Það er vonandi að ég haldi sönsum í þann tíma.. því þeir eru ansi skemmtilega skrautlegir saman.

....svo vona að ég einhverjir fleiri komi líka... Því það er sko nóg pláss í höllinni okkar.
3 auka herbergi :-) ..og stórt baðherbergi.. maður getur sko spúlað heilu fjölskyldurnar í einu.

jæja, best að fara og vera nytsamlegur samfélagsþegn.

yfir&út,
-Queen Sunnfríður Markan.

2 Comments:

Blogger Ragnhild said...

Hæ hæ! kannski förum við norður líka, hihi. Hössi er búinn að spá í það, og mig langar. Gaman gaman, við tökum með myndir af fallegasti barn í heimi;)

3:32 e.h.  
Blogger Ragnhild said...

Hæ, Budeie þyðir stelpa sem byr úti sveit, helst í fjöllum, sem er að passa kyr. goð stelpa, oft í pilsi, rauðar kinnur, litur vel út og er oft kynþokkafull og drekkur fullt af mjólkarvörur. Hahaha, fyndið þegar æeg les þetta aftur!

12:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home