föstudagur, júní 16, 2006

Þeink god itts frædei,

Er reyndar að vinna til 23:30 í kvöld, og kl:08 í fyrramálið og til 21:00... Eeeeen eftir það er ég í fríi til þriðjudags... úúúúújeeehhh :-)

Vaktstjórinn minn, hann Kristján, var að að hrósa okkur nýliðunum áðan. Hann kaus að nota leik Serbíu og Argentínu í dag sem samlíkingu. Og sagði að nýliðarnir í fyrra hefðu verið eins og Serbía spilaði í dag... Og að nýliðarnir í ár (við semsagt) værum einsog Argentína spilaði í dag... Semsagt, við erum hundraðsinnum betri :-)

Good times...
Vonandi er þetta ekki eitthvað sem hann segir á hverju ári... neeeeee.. getur ekki verið.
Hópurinn er að ná alveg einstaklega vel saman, endalaust grín og glens allan daginn. Manni leiðist ekki í eina mínútu. Snilld !

Núna eru tröppurnar okkar alveg að vera glimmrandi fínar.. bara smotterí eftir.. þá getur maður loksins farið að þrífa almennilega.
Svo ætlar Árni minn að sækja antik-kommóðuna mína á eftir. Mamma var svo góð að senda hana til mín í vikunni. Höfum ekki getað sótt hana á vörubílastöðina af því okkur vantaði bíl sem gæti dregið kerru. ...hlakka svoooo til að fá hana inn í stofu :-)

ójá,
mitt spennandi líf.. hehe..

úúúúú Frosti drap fugl í gær OG ÁT HANN UPP TIL AGNA... Mætti halda að hann fengi ekkert fóður. Vanþakkláti heyrnleysingi ! ..hehe..

over&out,
-Sunny.

_________________________________________________________
_________________________________________________________

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home