þriðjudagur, júní 20, 2006


Það er grár dagur á Akureyri í dag...


Engin sól.. skýjað og mjög rigningarlegt.. hundleiðinlegt.
Skil ekki hvar blessað sumarið er.

Pabbi og Gunna kíktu í heimsókn í gær. Mjög gaman að sjá einhvern að sunnan.. Mig er verulega farið að langa til að fá einhvern í heimsókn í nokkra daga. En það er nú einsog það er.. fólk á ekkert alltaf frí á sömu dögum og maður sjálfur.

_______________________________________________
hahahahahahaha.... núna rétt í þessu var Steindi vaktstjóri að segja í kallkerfið í flugstöðinni : "Farþegar á leið til Reykjavíkur athugið.. SUNNA ER MYNDARLEG !" ....Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri... :-D
_______________________________________________

Uuuuu.. annars er eiginlega ekkert að frétta. Nema að Árni gróf skurð götumegin við húsið okkar í gær. Hann er freaking Superman. Var ekkert smá fljótur að þessu.
Svo tók hann sér frí í dag og fyllti skurðinn með skít og mold og á morgun verður gróðursett.
Erum að þessu til að mynda smá skjól, fyrir vindi og fólki. Svo helluleggjum við örugglega næsta sumar.. þá verður komið eðal spot til að grilla og sitja úti og svona..
jáhh þ.e.a.s. ef það kemur einhvern tímann aftur sumar á Akureyri. Urrrrrr.....

Seacrest out,
Sunna.
_____________________________________________________
_____________________________________________________

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Djöfulsins stemmari er í vinnunni hjá þér kona!! ...fyrirtaks skemmtun, ekki eins og hjá mér að sumt gamla fólkið hneikslast þvílíkt á því að ég skuli ekki bara vera settleg frú e-s staðar út í bæ...að e-r stelpuskjáta sé að gefa þeim lyfin sín!! ...og það er ekkert miða við það þegar þær heyra með læknisfræðina... ,,þetta er enginn staður fyrir konur!!" Oj bara hvað ég get orðið pirruð!! ...æji þessi grey...
Sólarkv. úr Reykjavíkinni...Harpa

10:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home