laugardagur, júní 17, 2006

You Are 40% Weird

Normal enough to know that you're weird...
But too damn weird to do anything about it!


___________________________________________________________

...já, rétt til getið.. lítið að gera í vinnunni í dag :-)

Gleðilega þjóðhátíð !!! Allir kátir og glaðir í dag.

Meiri gosarnir þessir flugmenn.. ef maður er ekki með fléttur í hárinu á hverjum degi þá er bara kvartað. Furðulegar skepnur.

Svo hringdi óóóóógeðslegur leiðindagaur áðan sem ég lét fara í mínar fínustu. Hann var að panta far Rvk-Aey... samtalið var svona :
Sunnfríður : "Jæja, þá er þetta allt klárt. Má bjóða þér að fá staðfestingu og bókunarnúmer sent með tölvupósti ?"
Kallfjandinn : "Heyrðu vinan, þú átt nú ekki að vera svo vitlaus að bjóða fólki þetta sem er lengst uppá fjöllum !"
Sunnfríður : "Tja, ég gat nú ekki vitað hvar þú værir staddur :)"
Kallfjandinn : "Það er alveg sama, þetta var heimskulegt, ég á bara að biðja um þetta sjálfur !"
Sunnfríður : "Við höfum það nú fyrir reglu að bjóða fólki alltaf þennan möguleika, því fólk vill oft gleyma honum."
Kallfjandinn : "Heyrðu góða, ég nenni ekki að ræða þetta, bless !"

....maðurinn greinilega búinn að vera of lengi á fjöllum...
Húni, vinnufélagi minn, vildi meina að hann þjáðist af "fyllisgremju" ..hahahaha...

Ohh.. well, sumt fólk... bleeaaahhh....

Í kvöld ætlum við Árni að hafa smá grillboð. Sauðnaut á boðstólnum... og eitthvað veggie fyrir mig... get ekki meira kjöt... úff..
Ég er reyndar að vinna til 21:00 svo að ég kem ekki til með að taka virkan þátt í eldamennskunni. Ætla að reyna að standa mig í átinu í staðinn.
Gott að eiga svona góðan mann :-)

hilsner-pilsner,
-Sunna.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Sunna við amm Gumm vorum að skoða myndirnar þínar. Amma alveg í skýjunum að sjá þetta allt og henni finnst voða fínt hjá ykkur einnig lýst henni mjög vel á Árna sérstaklega þegar hann var búinn að raka sig heheeeee. Hún hefur aldrei verið fyrir loðna menn enda hafa þeir ekki verið mikið í kringum hana, hálfgerðir skallapopparar hennar menn.
Blautar-þjóðhátíðarkveðjur Ásdís, amma og Biggi fræ

4:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey þú..
Til hamingju með allt, flutninginn, húsið og Akureyri. Er ég búin að missa af innflutningspartyinu? Ég ætla að fara drífa mig til Akureyrar, þarf að hitta uppáhalds Sunnu mína.
Kveðja til kærastans.
Ingunn

9:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home