fimmtudagur, júní 22, 2006

Jæja,

Þá get ég loksins farið að gróðursetja sérpöntuðu bonzaitrén mín og byrjað fyrir alvöru á japanska steinagarðinum.
Gosbrunnarnir verða sóttir í dag, og ljónastytturnar sem við ætlum að setja við útidyrahurðina eru væntanlegar á morgun.

My wallett is to small for my twentys and my diamond shoes are too tight.

..gaman að bregða sér inn í óraunveruleikann af og til :-)

....í raunveruleikanum vorum við skötuhjúin rooosalega dugleg í gær. Runnarnir eru komnir á sinn stað. Búið að færa auka moldina/mölina á annan stað í garðinum og búið að dreifa úr perlumölinni.
Fíflafrumskógurinn meðfram stéttinni heyrir sögunni til og ýmsar ákvarðanir varðandi breytingar á garðinum hafa verið teknar. GAMAN !

_______________________________________________________
Speki dagsins í boði veraldarvefsins : "Listaverk er aldrei fullgert, aðeins lagt til hliðar."
_______________________________________________________

kærar þakkir fyrir að vera til,
-Sunna.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með garðinn þinn:) Hlakka til að sjá....

Hilsen til Árna...;)

Halldóra.... og Jóinn á sjónum

8:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þið eigið eftir að gera garðinn frægann!! hahahaha og munið það að sannur vinur er sá sem horfir framhjá brotinni girðingunni og dáist að blómunum í garðinum ykkar :)

3:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home