miðvikudagur, júní 28, 2006

Jáhh !

..hvað haldiði..

Sunnfríður fékk að bregða sér örstutt í höfuðborgina í gær. Afar notalegt að koma aftur í malbikslyktina og mengunina... mmmm...
Fór á vegum vinnunar, mátun fyrir nýju einkennisfötin... sem eru afar smart skal ég segja ykkur.
Ég sat frammí á leiðinni suður, fyrsta skipti sem ég prófa það. Ótrúlega gaman að sjá hvernig þetta gengur allt fyrir sig. Líka flott að fara í gegnum skýin... fyndið að það minnti mig á að fljúga yfir Grænland þegar við vorum fyrir ofan skýin. Keimlíkt.. gæti verið útaf hinum ráðandi hvíta lit á báðum stöðum :-) ..hehe..

Það var líka flott að sjá borgina birtast, maður sér í allar áttir þegar maður situr svona frammí. Flugum næstum beint yfir Bláskógana... Krúttlegt að sjá gömlu heimkynnin svona smækkuð.
Ég vinkaði ykkur líka öllum þarna fyrir sunnan... en þið sáuð mig ekki. Veit ekki hvort ég sá eitthvert ykkar.. allir litu út eins og maurar.. eins og við var að búast í þessari hæð.
Hefði verið scary ef allir hefðu ennþá litið út einsog maurar þegar við lentum :-O

.....ég átti að vera í fríi núna.... Aukavakt til hádegis útaf Pollamótinu í Eyjum. Ótrúlegt hvað íþróttaiðkun annarra getur haft áhrif á mörg líf.
Eeeeeen það vill nú til að það er gaman í vinnunni. Ætla meiraðsegja að betla aðra aukavakt annaðkvöld. Finnst ég alltaf vera í fríi.. hehe.

Svo er það bara heim og í bikiníið og gróðursetja pálmatré (varð að tala eitthvað um garðyrkju KOMMON) !
Já herrar mínir og frúr... það er tropical veður á Akureyri. Ég ætla reyndar að vera aðeins inni... skipuleggja fataskápana hjá okkur gömlu hjónunum. Aðallega hjá Árna samt :-) Það er einhver óreiða á þessu hjá honum. Ætla að koma honum á óvart með vel skipulögðum fataskáp (frábært surprise..hehe) ....sortera eftir litum og týpum og þess háttar.. leyfa asberger hlutanum að njóta sín í botn.
Árni ef þú lest þetta.. please act surprised anyway :-)

...bless í bili...

sólarkveðjur,
Sunnmunda.

4 Comments:

Blogger Ragnhild said...

haha fötin min eru alltaf á golfinu á meðan Hössi er miklu meira skipulagdur. Skápurinn min er bara half fullur og restinn er á golfinu. Kannski er ég ömurleg en það er allt í lagi, það er ekkert að að hafa föt á golfinu?? Ég finn alltaf það sem ég er að leita allavega..

1:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sunna þú ert sæt:)

En heyrðu verðuru á Akureyri 22. júlí?? Vantar make up fyrir 3-4 kvensur... including me...
Láttu mig vita...;)

Já og ég borga þér of course;)
Halldóra

1:49 e.h.  
Blogger Unknown said...

Verður maður að klæðast bíkíní til að geta gróðursett pálmatré? Fuck hvað ég ætla aldrei að gróðursetja pálmatré...

10:18 f.h.  
Blogger kysten said...

Hei hei, der borte på Island! Vet ikke om du skjønner norsk, men uansett; her er en liten hilsen fra broderfolket i Norge. Ha en fin sommer:-)

12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home