mánudagur, júlí 17, 2006

Jæja börnin góð,

Þá er yndis heimsóknin mikla senn á enda. Ásta mín fer í fyrramálið :-(

Við erum búnar að hafa það alveg yndislegt.
Rosa skemmtilegt djamm á föstudaginn. Höfðum líka svo frábæra herramenn til að tjútta með : Minn fagra Árna, Matjaz frænda hans og snillinginn Örra... hann tók einmitt þessa mynd af okkur vinkonunum.



Svefn dagurinn ógurlegi var svo á laugardaginn.
Á sunnudaginn fórum við í kirkjugarðinn að heimsækja ömmu og afa Ástu. Svo skelltum við okkur í Jólahúsið... ohhh það er svo fallegt.
Á leiðinni þangað sáum við uglu... urðum alveg stjarfar :-) .....gaman að sjá uglu svona nálægt. Sem betur fer keyrði ég ekki yfir hana.. munaði litlu.

Eftir jólastemninguna fórum við í Kjarnaskóg. Veðrið var frrrrábært !
..eeeeen svo fór ég að vinna.

Í dag keyrðum við út á Björg. Langaði að sýna Ástu hvar Árni bjó.
Þar hittum við mömmu hans Árna og alla grænlendingana sem eru þar í heimsókn.
Komum akkúrat passlega í þvílíkan veislu hádegismat. Og að sjálfsögðu var snætt útí garði því veðrið var svo gott.
.....eeeen svo fór ég að vinna.

Í fyrramálið förum við stöllurnar svo samferða til Reykjavíkur.
Ég er nefnilega að fara í jarðaförina hennar ömmu Ingibjargar.... um kvöldið er aftur á móti afmælisveisla hjá ömmu Gummu...
Þetta verður semsagt frekar skrýtinn dagur : Sorg/gleði-dagur.

Bless í bili,
Sun.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kvedjurnar..
gott ad sjá ad thú hefur thad gott Sunna mín

knús frá Køben
raggalo

1:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Sunnubarn,ég var að kíkja á síðuna þína athuga hvort að þú hafir það ekki gott, sé að allt er í besta lagi.

Ástarkveðja "Födda"

4:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home