föstudagur, júlí 21, 2006

Mávum hefur fækkað í dag....

...ég keyrði yfir einn slíkan á leiðinni í vinnuna í morgun.
Náði ekki að stoppa. Ástæðurnar fyrir því gætu verið tvær :
#1. Sunna var nývöknuð og að reyna að syngja af innlifun með útvarpinu, þessu fylgir gjarnan "annarrar handar dansinn" með tilheyrandi höfuð-dilli.
#2. Sunna var á sama augnabliki að setja enn eitt hraðametið á milli Gránufélagsgötu og flugvallarins.

Ég sá hann bara ekki nógu snemma.. Þykir þetta mjög leitt...
Þetta eru samt svo miklir vargar að hans nánustu ættingjar hafa eflaust étið hann skömmu seinna. Og ef hann dó ekki samstundis þá útiloka ég ekki að hann hafi nartað smá sjálfur.
Þetta eru ránfuglar, rottur og hrægammar í einu og sama dýrinu.

Já já, kannski er ég soldið harðorð.... en ég segji þetta vegna þess að ég keyrði framhjá tjörninni á Þriðjudaginn og þar blasti ekki við mér sýnin sem er okkur svo kunnug : Endur, gæsir og svanir living in harmony með ungana sína. ....og stöku mávur sem var umsvifalaust rekinn í burtu af þeim hugrökkustu.
ÓNEI ! Ég sá ekki einn einasta unga, kannski 5 endur, 1 gæs og 1 svanshræ umkringt þúsundum máva.

....OK kannski smá ýkjur með svanshræið... Fannst vanta punktinn yfir i-ið. Svo lætur maður ekki góða sögu líða fyrir sannleikann :-)

Allavega, ég hef gert mitt í að fækka þessum blessuðu ólánsdýrum sem sjálf hafa skapað sér þetta orðspor.
Hvað ætlar þú að gera ?

Smá grín.

Góða helgi, Helga og Helgi.
Sunnydale.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ dúllan mín.
Kærar þakkir fyrir síðast og takk innilega fyrir okkur :)

Hafðu það gott og vonandi sjáumst við sem allra fyrst aftur.

Knús frá Frú Ingu sem er að gera blogg tilraun, blog.central.is/ingabb (er samt ekkert byrjuð að skrifa neitt - tekur allt svo fokking langan tíma maður......)

11:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já ég er sammála þér með þessa óggisslegu máva, þeir eru ljótir og ég er viss um að hann hefur nartað aðeins í sjálfann sig áður en hann dó! en nóg með það og SKO ég kommenta bara oft finnst mér, ég væri örugglega í svona 2. eða 3. sæti ef það væri keppni um komment á þessari síðu :)

6:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home