þriðjudagur, ágúst 01, 2006

....ááááááiiiiii....

..harðsperrur dauðans. Ég byrjaði í bootcamp í gær. Það var mjög gaman... Eða sko mér fannst gaman að ég skildi hafa drullað mér af stað í einhverja hreyfingu.
Þetta var ekkert sérstaklega gaman á meðan á þessu stóð ...armbeygjur á Ráðhústorginu og hlaup upp og niður einhverjar miðbæjartröppur.. úúúff...

Þegar ég kom heim eftir æfinguna langaði mig að hringja í Árna og segja honum frá. ..svo fattaði ég að síminn minn var uppi í svefnherbergi og mig langaði að fara að grenja... Ég skreið (án gríns) ÉG SKREIÐ upp stigann og inní svefnherbergi og hringdi í kallinn. Hann var þá kominn langleiðina suður.
Já ég er ein heima.. Þurfti að kúra aaaaaalein. En það var allt í lagi því ég var svo uppgefin, hefði getað verið ein í heiminum, hefði ekki tekið eftir því :-)

...í nótt vaknaði ég reyndar við undarlegan hlut...
Það datt bók úr bókahillunni í miðjuherberginu hjá okkur.. Ég hrökk upp við dynkinn og sá að kötturinn svaf við hliðina á mér svo ekki var hægt að kenna honum um.
Ég staulaðist úr rúminu og kíkti varleg fram..skíthrædd. Gáði inn í herbergi og sá bókina á gólfinu. "Litbrigði jarðarinnar" eftir Ólaf Jóhann.
Spooky.

Vona að ég sofni í kvöld... Er svo myrkfælin og þurfti sannarlega ekki á þessum bókadraugagangi að halda :-o

Grunar samt að ég lognist útaf án teljandi vandræða.
Var vöknuð kl.06 til að mixa mér boozt (agalega healthy eitthvað), fór svo að vinna kl.06:45. Eftir vinnu ætla ég heim að leggja mig í svona 40 mín (powernap..hehe). Svo fer ég niðrí Nonna Travel að skúra OG svo aftur í vinnuna á aukavakt útaf Iceland Express þotunni.
Jebb, held ég sofni einsog engill í kvöld.
Að því gefnu að það verði ekki fljúgandi bækur heima hjá mér.

Over and out,
Sunna Draugabanani.

p.s. Setti inn myndir frá hvalaskoðuninni :-)

2 Comments:

Blogger Erla said...

Sunnfríður ertu að reyna að fá mig til þess að beila á gistingu hjá ykkur um verslunarmannahelgina?? Það er að ganga frekar vel svona með tilliti til bókafallsins mikla :o( Vonandi dettur Árni ekki niður af svölunum mínum í nótt.....þú gætir reynt að kenna Lottu um það ;)
Stefni á að leggja af stað til ykkar á fimmtudaginn ....vei vei

1:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér langar í meira blogg!! Hvernig var til dæmis verslunarmannahelgin á Akyreyri með 18.000 auka manns í bænum?? Þú verður að standa þig í blogginu kona, annars dey ég úr leiðindum í vinnunni... :(

6:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home