þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Góðan og blessaðan..

Já það var aldeilis fjör á Fiskideginum... Þarna voru mörgþúsund manns samankomin og rúmuðust lygilega vel í þessum annars fámenna bæ.

Þríeykið ógurlega (Ég, Matjaz og Hlynur) fór þó snemma heim, þarsem foringinn (ég..haha) var að fara að vinna kl.7:30 á sunnudaginn.

Matjaz fór heim í gær... Við skötuhjúin erum því ein í kotinu allt í einu.. Okkur fannst það pínu skrýtið í gærkvöldi.
Létum síðan einsog fífl þegar við gerðum okkur grein fyrir að við gátum haft eins mikil læti og okkur langaði.
Tókum m.a. smá syrpu þarsem við æfðum okkur að tala einsog Yoda... Jeminn eini hvað það var fyndið :-D



Í kvöld ætla ég á stefnumót með fagra kærastanum mínum... Ætlum í bíó að sjá Miami Vice.. Ég ætla samt að horfa bara á hann allan tíman.. *væm*

...ég henti inn myndum frá versló og fleiru...

bleeesssss....
-Sunna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æfa ykkur að tala eins og Yoda?? ...ahahahahahaha! Þá röddin eða orðaröðunina í setningunum....eða kannski bæði...ahahahaha!!

3:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home