sunnudagur, ágúst 27, 2006

ÓÓÓÓÓÓ JÁÁÁ !!!

Surprise partýið hans Árna heppnaðist ekkert smá vel.
Ég var búin að plana það í 3 vikur og það er ótrúlegt að hann hafi ekki grunað neitt.

Hann á líka svo frábærlega góða vini sem mættu heim á meðan við vorum úti að borða og skreyttu allt !! Ohh þetta var svo flott...

Árni greyið fékk samt vægt hjartaáfall, en það lagaðist fljótt :-)

Núna held ég að mesta gestastraumnum til okkar skötuhjúanna sé lokið.
Þetta er búið að vera alveg hreint frábærlega gaman.
Það er nú samt skrýtið til þess að hugsa að sumarið sé að verða búið. Ég er t.d. ekki búin að fara í neina útilegu... Langar að gista allavega eina nótt í tjaldi í sumar.. einhverstaðar lengst útí sveit.

Það er ennþá sjéns.
Helst mundi ég vilja vera á einhverjum svona stað :




ohh well,
Sjáum hvað setur :-)

Ég var að gramsa í skúffum í vinnunni áðan og rakst þá á þetta :

__________________________________
Til umhugsunar um hamingjuna,

Hamingjan er hér og nú.
Það að kunna að gera sér mat úr því sem þú hefur og njóta þess að vera það sem þú ert er miklu mikilvægara en að ætla að njóta einhvers seinna eða þurfa fyrst að verða einhvern veginn öðruvísi. Það að kunna að njóta andartaksins veitir þér styrk til að ná lengra.

Hin raunverulega hamingja hvílir fyrst og fremst á verkum okkar, því sem við gerum, sköpum og afrekum. Einnig á hæfninni til að njóta afrakstursins.
Hamingjan hvílir líka á getur okkar til að tengjast öðru fólki.

Eitthvað sem er alveg þess virði að taka sér 10 mínútur til að velta fyrir sér... Eða það þótti mér allavega.
__________________________________

Until next time,
-Sunna.

3 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég var að lesa þetta og datt í hug hreint geggjuð hugmynd sem væri svo ógeðslega fyndin. Næst skaltu plana surpricepartý með fólki sem hann þekkir ekki neitt. Þá fyrst fær hann hjartaáfall þegar hann sér fullt hús af fólki sem hann hefur aldrei séð áður og það knúsar hann og kemur fram við hann allt kvöldið eins og þau hafi þekkt hann alla ævi.

5:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahhaahhahahaha- ég styð hugmyndina hans Sigurgeirs - það er sjúklega fyndið!!!

p.s. LOKSINS get ég kommentað - hef ekki getað það lengi.. og ég sem hef alltaf svo mikið að segja, ohh well

Frú Inx

1:20 e.h.  
Blogger Ragnhild said...

Hæhæ Sunna, mig vantar Surprise-party myndir, ætlardu ekki setja þær inn á myndasíðuna miklu? come oooooon!

12:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home