miðvikudagur, október 18, 2006

Draumur í dós....

Helena systir mín fór á kostum núna í morgun.
Hún var að segja mér frá draumnum sem hana dreymdi í nótt.

Ég var flutt í rosalega hippakommúnu í London og Helena var að koma að heimsækja mig. Hún hafði unnið einhverja keppni og verðlaunin voru að vera kynnir í breska idolinu.

Greyið þurfti að gista uppí hjá mér og einhverjum gaur sem leit út einog Jesú.
Og stelpurnar í kommúnunni voru að þefa af hárinu á henni og sögðu að það væri blóma- og hnetulykt af því.
Svo um nóttina þegar við vorum að fara að sofa í kojunni hringdi einhver í mig og sagði að það væri allt að verða brjálað niðri.
Við fórum niður og það voru allir dansandi.
Og ég sagði : "Gvuð, þau eru að dansa djæf ! Þau hafa örugglega tekið Magna-töflur !"
....svo voru allir að deyja úr of stórum skammti af Magna-töflum.


Já, hvað finnst ykkur ? ..á ég að láta Helenu fá númer hjá góðum hauslækni ?
Nei, sennilega er það óþarfi.
The mind works in misterious ways.
Mig hefur t.d. dreymt alveg svakalega steikta drauma.

Einusinni dreymdi mig að Placido Domingo væri kærastinn minn. Svo stal Rakel vinkona honum frá mér og allan næsta dag var ég svaka fúl við hana...
hahahahaha :-)

______________________________________________________
AF FRIÐÞJÓFI:

Friðþjófur hringdi í Frosta í gær með svaka góðar fréttir.

Hann hafði unnið ferð fyrir tvo til Mallorka og vildi bjóða Frosta með !
...eeeeeen það gekk því miður ekki.
Frosti er í alveg hrikalegu skapi núna útaf þessu.
Vegna þess að hann gat ekki fengið frí hjá Leikfélaginu - þau eru að fara að frumsýna, þið skiljið.



Við Friðþjófur ætlum að reyna að láta okkur detta eitthvað glúrið í hug til að hressa hann við.
______________________________________________________

hilsen í bili,
-Sunna.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

OMG það var maður í vinnunni minni sem sagði GLÚRIÐ!!! Ég missti andlitið af virðingu fyrir manninum....

Kv.INX

11:17 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bið að heilsa Friðþjófi, hann er alltaf svo kampakátur á þessri mynd :)

11:17 f.h.  
Blogger Ragnhild said...

þessi köttur í andahúfunni er ekki ánægður. ég sér það á svipinn.

9:03 e.h.  
Blogger Geir said...

Gott tott ætti að hjálpa

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Leikfélag Akureyrar verði bara að fresta sýningum ef Frosti vill skreppa til Mallorka. Eftir frammistöðu hans í Beðið eftir Godot hér um árið, þá vita allir að þessi sýning er ekki svipur hjá sjón án hans.

Annars skaltu ekki láta hann komast upp með neina stjörnustæla.

1:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey! ætlaru ekkert að blogga kona! ég er farin að örvænta að geta ekki lesið neitt í vinnunni.. :/

8:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrdu thad er ekki nog med ad madur sakni thin soldid svona in real life, ad madur se ekki latinn sakna thin i netheimum lika..!;)

4:08 f.h.  
Blogger Sunna said...

Kæru vinir - ég blogga brátt - er búin að vera svo ógeðslega veik :-(

1:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Æji! ertu laz?? það er leiðinlegt! það eru allir eitthvað lasnir núna finnst mér.... :( En koddu á msn bráðum að tala við mig :)

1:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ææ... það hlaut að vera einhver skýring á sunnuleysinu :(

farðu vel með þig dúlla

Knús, INX

3:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home