laugardagur, september 30, 2006

...bráðum...

Ég fer fljótlega heim úr vinnunni.
Þá tekur við eldamennska. Ætla að malla grænmetislasagna handa Árna og gestunum okkar.
Þau eru núna í hestaréttum.... og ég bara að vinna :-(
Hefði svoooo viljað vera með !

Hittir alltaf svona á.

En á léttari nótum....
Helena litla systir er að hugsa um að koma í heimsókn um næstu helgi. Meeeeeeeen hvað það yrði gaman !

Svo er nú eiginlega komið að Frosta að fá gesti.

Kannski ég ætti að segja honum að hringja í Friðþjóf vin sinn og bjóða honum að kíkja.
Friðþjófur er nefnilega mjög hress. Hrókur alls fagnaðar og alltaf til í líflegar samræður.
Ég fann einmitt frekar nýlega mynd af honum. Hún var tekin í sumar í brúðkaupinu hjá Snotru og Högna.



Flottur :-) Hann kann að klæða sig þessi... ójá.

Bless í bili,
-S.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

namminamm grænmetislasagna :)
Maður hefur nú ósjaldan slegið í gegn með því lostæti :)
Knúsíkrús

Frú Inxter

2:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

BWAHAHAHAHHAHAAH hvað er þetta með ketti og mig?? er ég með kattafettish? þessi mynd nær næstum því að toppa myndina af frostmundi Eyfjörð þar sem hann situr og horfir útum baðgluggann með filmunni...(sem er ekki hægt að sjá útum....) !!

5:42 e.h.  
Blogger Ragnhild said...

Græmetislasanja, óooh hvað þetta var ÆÐISLEGA gott! nammmi nammi nammi nammmmmmmmmmm!!! ég hef aldri í minu ævi borðað græmetislasagna sem var jafnt góð. Sunna master chef!!!

Takk fyrir okkur! það er alltaf svo gaman að koma í heimsókn. :oD

11:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home