sunnudagur, september 17, 2006

...Ég er leiðinleg...

Það er vinnuhelgi hjá mér núna.
Og ég kom heim kl. 19:00 í gærkvöldi og fór beint uppí sófa og sofnaði.
Hundleiðinleg alveg.

En ég er allavega úthvíld í dag.
Eða ætti að vera það. En af einhverjum dularfullum ástæðum er ég soldið þreytt ennþá.
Líklega hef ég bara sofið of mikið :-)

Annars er það helst í fréttum að heimilið er ekki eins tæknivætt og það var.
Harðidiskurinn í i-book tölvunni er ÓNÝTUR ! Og tölvukallinn er að reyna að bjarga öllum myndunum okkar og fleiri gögnum.
Við skulum vona að það takist.
Annars fer ég að grenja !

Á morgun og hinn er ég í fríi.
Er að láta mig dreyma um að fá Árna til að hjálpa mér að lita á mér hárið. Það gæti orðið skemmtileg og gefandi lífreynsla.
Árni horfði reyndar á mig einsog ég væri endanlega búin að tapa mér þegar ég bað hann um þetta í gær :-)

Við sjáum hvað setur.
Kannski kem ég suður á föstudaginn með appelsínugult hár ! Hahahaha...

Yfir&út í bili,
-Sunna.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sunnsa mín... hættu nú að vera nísk og splæstu á þig alvöru klippingu....;) Ég skal koma með þér og vera þér til halds og trausts....

Ooog vertu svo dugleg að blogga...

Halldórus...;)

2:46 e.h.  
Blogger Sunna said...

hahahahaha... já ! Ég geri það kannski bara.... Við þurfum svo að fara að hittast stelpa, just you and me ;-) !!

4:48 e.h.  
Blogger Ragnhild said...

nei, fádu þér frekar appelsingult hár eins og ég!! hahahahaha

2:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg myndi treysta Arna til ad lita a mer harid!!! ................................................................................................................................................................................................DJOK!!!!

10:47 e.h.  
Blogger Leifið said...

Þú getur líka bara rakað það af. Það er rosa heitt hérna í höfuðborginni þessa dagana.

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mæli með að þú rakir allt hárið ofan á og greiðir yfir frá hliðunum.

7:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home