föstudagur, september 01, 2006

Haust .... (ekki hafrakexið)

Hvernig er það eiginlega... Breytist veðrið um leið og skólakrakkarnir eru búnir að sækja stundaskrána sína ??
Hér er kominn snjór í fjöll !
Ég er búin að færa lögheimilið mitt í Jólahúsið og á eftir kaupi ég mér súkkulaðidagatal og set skóinn útí glugga ! *urrrrr*

Það er vinnuhelgi hjá mér núna. Sem ég kvarta svosem ekki yfir... nema að því leyti að ég er með gígantíska vöðvabólgu.
Það er starfsmannafundur á mánudaginn og ég ætla að stinga uppá að ráðinn verði nuddari.

Þá væri vinnusvipurinn minn svona :



......það væri nú indælt.... *andvarp*

En enginn sagði að þetta væri auðvelt líf. Ég mun því halda kjafti og bíta á jaxlinn þessa helgi... Flugfélag Íslands er félag sem vert er að þjást fyrir !
Húrra húrra húrraaa !!!

....jeminn kannski er ég bara með vöðvabólgur í geðsmunum ?!

yfir og út,
-Sunnfríður.

p.s. ....set inn myndir frá sprengisandi und das surpriseparty um leið og... uuuu.. ég nenni.

1 Comments:

Blogger Erla said...

Æji Sunnfríður hvenær ætlar þessi nenna að koma yfir þig??? Ég býð spennt eftir myndunum! Ég vinn allavegana "hver er fyrstur að blogga myndirnar" keppnina auðveldlega ;)

11:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home