mánudagur, september 11, 2006

Tæknin er óvinur minn,

...eins gott að ég er ekki með gangráð ! Því hann væri pottþétt búinn að snúast gegn mér.

Ég ætla að gera enn aðra tilraun í kvöld til setja inn myndir frá sörpræs-teitinu.
Og vil ég biðja mína örfáu en tryggu aðdáendur að senda mér tæknilega jákvæða strauma.

Ef ég ætti vélmenni þá væri ég búin að læsa það inni. Eða hella yfir það lími sem svo myndi leysast upp eftir nokkra daga.
Ég er nefnilega að vona að þessi tæknibölvun mín taki senn enda.

Hin elskulega i-book er með flensu, tölvan mín í vinnunni er allt annað en samvinnuþýð, veraldarvefurinn hefur hvað eftir annað í dag sent mér stórt fokkjú-merki og síminn minn neitar að hlaða sig !!!

Hvað næst ??
Ég þori allavega ekki að nota hraðbanka næstu daga af ótta við að vera bitin eða lemstruð af þeim á einhvern hátt.
__________________________________________________
Veðurfréttir að norðan :
Skítsæmilegt veður hér í dag.
Sólin sá sér fært að gægjast örlítið á Eyfirðinga.
Bólstrarnir eru þó óþarflega stórir og einnig mætti lægja til muna.

...ég er bara sanngjörn... Er ekki að biðja um neitt Kanaríveður.
Vil bara að haustið verði ágætt svo ég geti sofið í tjaldi allavega einusinni á þessu ári !!!
__________________________________________________

Heilsist ykkur,
-Sunna.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Sunni minn :D

Ég skal faðma þig

5:48 e.h.  
Blogger Erla said...

Talandi um tjald...er 100 manna tjaldið ennþá í bakgarðinum hjá ykkur? ;)

11:17 f.h.  
Blogger Sunna said...

hahahahaha nei, 100 manna sirkustjaldið var looooooksins tekið niður. Það var búið að vera aðeins of lengi... og á kostnað gróðursins... Grasið næstum dautt :-/

12:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home