þriðjudagur, september 12, 2006

...það er Annar í jólum og Annar í páskum....

...í kvöld er Hundraðasti í Rockstar-Supernova.
Það er nú alveg gaman að þessu að vissu leyti. Og ég er búin að fylgjast vel með og hef skemmt mér ágætlega, meiraðsegja fengið gæsahúð nokkrum sinnum yfir flottum atriðum (og auðvitað yfir því hvað Rossi rottan er ógeðsleg).
En ég ætla að vera lélegur Íslendingur og viðurkenna að ég núna er komin með smá leið.

Þetta tekur svo langan tíma. Mig er farið að langa til að sjá Magna túra með "húsbandinu" (hey - hugmynd að nafni fyrir húsbandið : "The Husband").

Ég vil alls ekki að Magni "okkar" vinni og verði fremstur í víglínu Supernova. Mér finnst hann passa miklu betur við hitt bandið.

Einnig finn ég mig knúna til að hrósa drengnum. Hann hefur verið til fyrirmyndar enda jarðbundinn og ljúfur með eindæmum.
Og sjáiði bara hvað hann var sætur krakki :



________________________________________________

Annars hef ég ekki wresget meira að segja.
Hlakka til að klára þessa vakt...
Er þá komin í tveggja daga frí og tengdó ætlar að bjóða okkur skötuhjúunum í leikhús á fimmtudagskvöldið.
Ætlum að sjá "Litlu hryllingsbúðina". Jessssss........

yfir&út
-Sunnzilla.

3 Comments:

Blogger Erla said...

Ég ætla líka að vera lélegur Íslendingur og viðurkenna að ég er líka komin með smá leið! Þó ég hafi bara vakað yfir þessu einu sinni. Hins vegar finnst mér Lukas Rossi yndislegur :o)

8:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála, og ég hef bara aldrei vakað yfir þessu... enda þarf mikið til að ég trufli nætursvefninn.... Annars bið ég bara að heilsa frá Florida :) (Svo get ég ekki einu sinni horft á Rockstar á Ameríku sjálfri, erum ekki með CBS... það er soldið ömó...

10:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hola comó estas? Já hann Magni okkar er flottur klapp klapp,það veit samt enginn neitt um þetta hérna úti! Italía er alltaf jafn sorglega eftir á:) Ég er búin að sjá Hryllingsbúðina,rosa skemmtileg,hvernig fannst þér? Vá það er hellidemba hjá mér,algjörlega eins og hellt sé úr fötu og svo þrumur og eldingar líka -spooky time!!! Annars er ég bara að chilla,Antonio e rí gítartíma og ég að setja inn nýjar myndir á bloggið mitt og drekka rauðvín,fer vel saman eða hitt þó heldur,er aðeins farin að sjá skakt hehe:) Hafðu það sem allra allra best!!! Lifðu í lukku en ekki í krukku,þín Hanna frænka***

7:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home