mánudagur, september 25, 2006

Hey fellas... What´s cooler than being cool ??

...icecold !

Vá hvað það var gaman um helgina.
Fór suður á fimmtudagskvöldið og gisti hjá Önnu systir. Hún var svo góða að lita á mér hárið og það er bara ansi flott skal ég segja ykkur ! Og kostaði bara 1.000 kall, ég hef borgað tæpan 10.000 kall á stofu og ekki verið eins ánægð.

Á föstudaginn hitti ég svo Flórídabitana í Bláskógunum.
Mamma og co. gáfu mér fullt af fallegum Victoria Secret brókum, bol og hálsmen. Takk, þið fallegu Bláskógabúar.

Ég fór líka og heilsaðu uppá mínar fyrrverandi í Debenhams. Það var alveg yndislegt að sjá þær :-) *knús stelpur*

Helena syz rúntaði svo með mig um Reykjavík, tókum laugaveg og virtum fyrir okkur fegurð höfuðborgarinnar. ......aaahhhh..... Bjúrífúl. Veðrið var líka frrrrábært.

Um kvöldið fór ég í hið margumtalaða flufffélagspartý á Sólon. Afskaplega velheppnað. Og vil ég þakka minni kæru þelþökku "systur" Steinunni fyrir gott stuð á dansgólfinu.
Hún ber líka ábyrgð á marblettinum á ristinni á mér. Hlussa og ótemja ;-) hehehe..

Laugardagurinn var afskaplega kósý.
Ég neitaði að klæða mig og var í bangsanáttfötunum allan daginn.
Það var Dr.Phil maraþon á Skjá 1 og vaaaaáá hvað ég lærði mikið. *spaug*
Um kvöldið var svo sjónvarpsgláp í faðmi fjölskyldunnar með tilheyrandi rjómaís- og sælgætisáti.

Sunnudagurinn fór í peningaeyðslu.
Kíkti í Ikea með Ástu minni.
Keypti nokkra sniðuga og bráðnauðsynlega hluti :-)
Svo varð ég auðvitað að taka einn loka laugavegsrúnt. Hann endaði í Kolaportinu, sem betur fer því ég fann ekkert smá flotta mörgæsanælu !!! ...mér var ætlað eignast hana.. ég veit það !

Jámm, semsagt skemmtileg borgarferð að baki.
En mikið var nú gott að koma heim...
Veðrið er líka ekkert smá gott í dag. Ég er búin að fyrirgefa veðurguðunum þann skandal að ég hafi þurft að skafa rúðurnar á bílnum í morgun.


ciao ciao,
-Sunna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ÆÐIbitinn minn, geggjað blogg maaaarr!!!!

Við vorum sko REAL á föstudaginn min kæra hahaha S N E L L D

7:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home