miðvikudagur, september 20, 2006

.....jájájájá.....

Þá er mín gífurlega langa vinnuvika hafin.
Er að vinna í dag OG á morgun ! Finnst ykkur þetta í lagi !!?? Alltof mikið sko !

Ég er búin að ákveða að fara Suður á fimmtudagskvöldið strax eftir vinnu.
Mín elskulega systir Anna Þóra ætlar að sækja mig og hefur tekið að sér hina margumtöluðu hárlitun. Hehehehe...
Ég gisti hjá henni eina nótt og fer svo í Bláskógana.

Á föstudagskvöldið er förinni heitið á Kaffi Sólon þarsem hið mikla Fluffffélagspartý mun fara fram.
Helena og Anna Þóra, mínar fögru systur, ætla svo að koma að hitta mig eftir það.
Mikið hlakka ég til :-D
Kíkjum örugglega á Ölstofuna eftir Sólon í einhvern kjaftagang. Allir velkomnir !

Ahh... mengun, malbik og sorinn í Reykjavík. Þetta verður yndislegt !

......aðallega hlakka ég nú samt til að hitta fólkið mitt. Hef ekkert komið síðan í júlí. Og þá var ég bara í eina nótt.
Þarf klárlega að fara að standa mig betur í heimsóknunum.

...............................í tilefni af því að ég er bara að vinna tvo daga þessa viku, og Flugfélag Íslands ætlar að bjóða mér til Reykjavíkur OG bjóða mér uppá bjór heilt kvöld, ætla ég að setja inn fallega mynd af vinnustaðnum mínum og segja : Flugfélag Íslands - you rock !



..bjúrífúl erport, ó jess.

_____________________________________
Þetta er stjörnuspáin mín í Mogganum í dag :

Nautið er hluti af landslagi sem aðrir virða fyrir sér í dagsins önn, og til mikillar prýði ef út í það er farið! Ef þú þarft afsökun til þess að verja tíma og peningum í sjálfan þig, skaltu líta á það sem umhverfisfegrun.

..ég gat ekki annað en brosað útí annað..
_____________________________________


-Sun.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

bjúrífúl stjörnuspá...
en ekki hvað!

Kv. Frú Inx

3:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm...ætli það hafi verið þess vegna sem róni í strætó horfði svona á mig??

6:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bítla prinsessan bíður þess að bjóða þig velkomna til stórborgarinnar! Sé þig á ölstofunni, ætli tomislav sé ennþá að vinna ; )

10:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home